niii - ekki hægt að segja að þetta hafi verið skemmtileg helgi. Nokkuð óttaleg satt að segja.
Í gær kom hér frændfólk Jóhönnu. Hollenskumegin. Föðurbróðir, kona og barn. Þau buðu okkur út að eta. Sem var gott og gaman. Svo fórum við ástin mín í bíó. Valið stóð á milli Kalla og sælgætisgerðarinnar og War of the worlds. WOW var sýnd á undan svo við skelltum okkur á hana. Ég barasta kúkaði nánast í buxurnar. Mögnuð mynd, þó hún sé nú ekkert sem stendur uppúr. En kvikmyndir þurfa ekkert endileg alltaf að standa uppúr, enda fátt sem stæði uppúr þá. Þetta er blokkböster sem stendur fyllilega fyrir sínu og gott betur.
Mýs hafa látið sjá sig á ný. Varla eru þetta sömu mýs og seinast. Enda drap ég þær, þrjú stykki. Nú hefst morðaldan á ný og eftir liggur eitt fórnarlamb af sjálfsagt fleirum.
Nú raular Bob Dylan um Vísjónir Jóhönnu. Þetta er einn af morgunsöngvum okkar Jóhönnu.
2 ummæli:
smart lúkk, strákur!
hurðannars, takk fyrir hjálpina um daginn. rosagott, við bíðum kannski með að flytja dótið inn á öldugötu þangað til þú kemur heim ... baragrínast! hugrún
Já, helvíddi eru menn svalir eitthvað. Ef ég væri unglingur og þú líka þá væri ég skíthræddur við þig núna. Svona ógnvekjandi kúl gaur. Bið annars að heilsa þér.
Skrifa ummæli