17. ágú. 2005

Um daginn kom til mín kona og varð voða spennt þegar hún komst að því að ég væri frá Íslandi. "Ég er að fara þangað að mótmæla," tilkynnti hún. "Mótmæla hverju?" svaraði ég. "Tja ég er að fara í mótmælabúðir út af stíflu," sagði hún. "Já," sagði ég og fór í gallann, "segðu mér frá." "Já, þetta er svona stífla og það er fullt af fólki að fara að mótmæla."

Fyrir stuttu hitti ég stúlku sem ég þekki. "Svo þú ert að fara aftur til Íslands, ætlarðu ekki að mótmæla?" "Mótmæla hverju?" svaraði ég. "Það eru svona mótmælabúðir út af álveri, ég er að spá að kíkja. Ætlar þú ekki líka að skreppa?"

Mér finnst gott mál að fólk mótmæli þegar það finnur sig knúið til að mótmæla. En svona fólk sem ferðast til að mótmæla, bara til að taka þátt í mótmælum, má mín vegna bara halda sig heima þar til það veit hverju það er að mótmæla.

Fer í taugarnar á mér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo var Cameron Diaz líka að koma til landsins.

Fjalsi sagði...

sjiiiit - er frændi annars bara að hita upp fyrir FF?

Króinn sagði...

Æjá, fer í taugarnar á mér líka. Reyndar fer líka í taugarnar á mér hvernig íslenskar löggur virðast taka á þessum mótmælendum. Ætla seint að læra slík samskipti, sbr. Falun gong hér um árið.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Þið eruð nú meiri kallarnir. Þið ættuð frekar að vera að mótmæla en að standa í þessu tuði. Þið endið örugglega báðir í löggunni ;)

Fjalsi sagði...

eins og ég segi ... mótmæli eru hið besta mál ... ef maður hefur einhvern málstað að verja ... mótmæli mótmælanna vegna eru hins vegar bara heimskuleg

og hananú