18. ágú. 2005

Hér er sumar á ný. Á ný? kunnið þið að spyrja. Já, 16 gráður í tvær vikur kallar maður ekki sumar eftir 25+ mestallan júní. En nú er þetta komið upp yfir 20 gráður og hægt að kalla sumar á ný.

Hér er því ekki jafn kuldalegt og myndin gerir ráð fyrir. Kannski ég skipti um mynd. Er ekki til einhver kóði til að láta randómesera svona 4-5 í hvert sinn sem síðan er hlaðin? Einhver (t.d. fpm).

Í gær sat ég og spjallaði við Björn undir bjórglasi. Björn er, þó nafnið bendi ekki til þess, þýskur. Frá Stúttgart. Þegar ég spurði hann í vetur hvaðan í Þýskalandi hann væri svaraði hann. Ég er frá bæ í suður-Þýskalandi sem kallast Stúttgart, þú kannast sennilega ekki við hann. Ertu frá þér, svaraði ég, Ásgeir Sigurvinsson spilaði með Stúttgart í mörg ár. Ég hef alla tíð síðan fengið töluvert ríspekt frá Birni.

Í gær hinsvegar sagði hann mér frá dókúmentarí á hvað hann horfði fyrir stuttu. Þar var umfjöllunarefnið eftirlitsmyndavélar er lögrelgan í Reykjavík hafði sett upp fyrir nokkru. Myndefni þessara véla væri síðan sjónvarpað í gegnum stöð 7 í sjónvarpinu þar sem almenningur getur fylgst með og tilkynnt lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og atferli. Hefði þetta gefist vel og fækkað glæpum. Ungir listamenn hefðu síðan tekið sig til og fundið út nákvæmlega hvenær sýnt væri úr hverri myndavél og stillsér upp fyrir framan þær og framið ýmsan gjörning og sýnt listaverk sín í beinni útsendingu, 20 sekúndur í senn.

Nú verð ég að segja: Þetta þykir mér alveg gjörsamlega ótrúlegt. Ég sagði við Björn að þetta væri ábyggilega misskilingur, ég hefði aldrei heyrt af þessu og ef satt væri væru þetta hræðilegar fréttir. Hann var alveg sjúr um að þátturinn var um Reykavík á Íslandi og hann hefði ekkert misskilið.

Svo nú spyr ég. Er þetta satt. Nei, getur þetta virkilega verið. Eða er Björna að misskilja, þýska sjónvarpið að misskilja, eða kannski ljúga?

3 ummæli:

Kristín sagði...

Það sem maðurinn sá er líklega ágæt frönsk stuttmynd í heimildarmyndadulargervi. Hef áður orðið vör við þennan misskilning, m.a. hjá atvinnufólki sem ætlar að gera heimildarmynd um íslenska sjónvarpdagskrárgerð í haust. Það er tekið fram í lokin að allt í myndinni sé skáldskapur, fyrir utan hlerunarkúlurnar stóru fínu hvítu rétt hjá Keflavíkurflugvelli. En það virðast ekki allir ná því samt sem áður.
Egill Ólafsson lék aðalhlutverkið.

Nafnlaus sagði...

á einfalt Java Script sem gerir þetta - láttu mig vita ef þú vilt það.
kv.
mvb

Fjalsi sagði...

hlaut að vera ... nú fær bjössi að heyra það ... java kóðinn er vel þeginn

já!