Ég hef áður kvartað hér yfir hollenskri bankaþjónustu. Öllu heldur "þjónustu" því það er svo sem lítið verið að þjóna manni hér. Undanfarin tvö ár hafa safnast upp hjá mér fjöldamörg evrucent. Ég taldi þetta um daginn og fór upphæðin yfir 15 evrur. Svo ég, í blankheitum mínum, lagði glaðbeittur af stað í bankann með evrucentin í Heinekenkrukku og vildi fá þeim skipt í notalegri mynt, svo sem seðla. Minnugur var ég þess er ég var krakki og lagði reglulega inn aura og krónur á bankabókina mína í Búnaðarbankanum. Þá var ég jafan með aurana í sokk eða svona grænum blandípokapoka. En svo einfalt er það ekki í Hollandi, onei. Í fyrsta lagi þarf maður að vera í viðskiptum við viðkomandi banka því þú færð ekki peninginn í hönd heldur er hann lagður inn á reikninginn þinn í bankanum. "So is het," var svarið þegar ég spurði um ástæður þessa. En það er ekki nóg. Bankar í hollandi taka ekki við lausri mynt heldur þarf hún að berast þeim í knippum. Svo ég varð að gjöra svo vel að sækja mér þartilgerð plasthulstur til að raða peningunum í, fara heim og sækja bankakortið mitt og koma svo aftur seinna.
Í umrædd plasthylki rúmast 50 stykki af hverri mynt. svo að ef ég á t.d. aðeins 49 stykki af 5 centum get ég ekki selt þau, nema ég finni einn fimm centa pening til viðbótar. Þannig hef ég 2,45 evrur sem mér er fyrirmunað að koma í verð nema ég borgi í 5 centum. Rosalega verð ég vinsæll þegar ég arka í búðina á eftir með 37 fimmevrucent 25 tveggjaevrucent og 15 einnarevrucent, samtals, 2,5 evrur til að kaupa brauð og mjólk.
7 ummæli:
ohh kannast ekkert smá vel við þetta
höfum lent í þessu hér - hvað er málið - hvar eru góðu "íslensku" talningarvélarnar sem eru búnar að vera til heima síðan sautjánhundruð og súrkál - allaveganna síðan ég var lítil - eða bíddu við yngri :)
Þú ert í DV í dag, bloggtilvitnun það er.
nú... tilvitnun í hvað?
Það er svona fastur liður sem heitir "úr bloggheiminum" þar sem tekin eru nokkur blogg sýnidæmi. Þar er vitnað í færslu sem þú skrifaðir um fragtflutninga og rúmmetra.
ok ekki að það geri þína stöðu e-ð skárri eða bærilegri en boy o boy þú hefðir átt að prófa að fara í banka á mallorca og reyna að telja vindilspúandi karlfausknum á bak við glerið að þú búir á staðnum og viljir stofna reikning.
Þetta var náttúrulega eftir að ég beið í kortér á meðan hann spjallaði við félaga sinn um úrslitin í leik gærkvöldsins...
PS - Hlíðarfjall er hvítt niður fyrir hótel og þín bíða svefnsófi og sæng í munkaþverárstræti 1 þegar fjallið opnar
Hjössi 5 Cent, ertu þá litli bróðir 50 Cent?
bind á mig brettið og kem - ekki endilega í þeirri röð
Skrifa ummæli