[Sigurðarmál]
Stuttbuxnaveður í gær. Hjólað um miðbæinn og drukkinn bjór á kaffihúsi. Horft á báta. Hiti: 26 gráður, heiðskýrt.
[Sigurðarmálum lokið]
Nú eru tvær vikur í heimkomu. Stutt er það - stutt stutt stutt.
Nú þarf ég að finna út hvernig best er að flytja svo sem fjóra kassa og tvær ferðatöskur á sem hagkvæmastan hátt.
Í græjunum er Nina Simone eitthvað að blúsa og Jóhanna hlustar, drekkur kaffi og dregur smók úr morgunsígarettunni. Þrælar níkótínsins lifa fyrir morgunsmókinn. Ég lifi fyrir morgun pissið. Ég þarf alltaf svo rosalega að pissa þegar ég vakna. Þá dugar bunan alveg í hálfa mínútu.
Hefur þetta eitthvað með aldurinn að gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli