29. nóv. 2006

Ákvörðun

Eftir langa og erfiða fæðing spratt fram alsköpuð hugmynd, blaut og köld. Búferlaflutningar hefjast 29. desember. Þá verður flutt til Gautaborgar með viðkomu í Lundúnabæ. Fagnað verður áramótum þar. Hvernig sem farið verður að því. Mér líst svo sem vel á brú á miðnætti. Í fyrra var það á þaki í Berlín, þar áður í lyftu í Amsterdam. Brú í London er alveg í takt við það.

En sum sé... á nýju ári verður heimili mitt hér!

21. nóv. 2006

Við tölvan

Við tölvuna hefi ég setið síðan í gær.
Eftir oflangan vinnudag er mér ætlað að undirbúa kennslu. Ég get ekki með neinu einasta móti haft mig í að vinna meira í dag. Enda búinn að vera í vinnunni alla daga síðan 6. nóv. Það hægist um í desember.

Ég er bara búinn að vera að kíkja á gamlar bloggfærslur. Mikið var nú huggulegt hjá mér í útlöndunum á sínum tíma. Vonandi verður jafn huggulegt hjá manni í útlöndunum eftir áramót.

Húrra!

16. nóv. 2006

Hreggi

Vinur minn: Hreggi - hann á afmæli í dag

hann er þrítugur í dag

til hamingju með það elsku elsku vinurinn minn!!!


ég drekk þína skál í kvöld

Pixies og mannanafnanefnd

Mér finnst Kim Deal bara rosalega sexí.

a.m.k. flottasti 45 ára gamli bassaleikari sem ég veit um!
kannski á Bragi Ólafsson eftir að slá henni við á föstudaginn!?


Annars gat ég ekki orða bundist um mannanafnanefndarfumvarpið hans binga

SJÁ: VETTVANGUR.NET

14. nóv. 2006

Bingi og frumvarpið

Ég verð að segja að ég botna ekki í frumvarpinu hans Binga og félaga varðandi mannanafnanefnd. Eftir því sem ég sé best virðist hann leggja til að skrifræði og geþóttaákvarðanir fái að ráða í stað faglegrar umsagnar nefndarinnar. Ekki frá því að frumvarpið sé hreinlega bara heimskulegt.

kannski misskil ég - skoða það betur

10. nóv. 2006

kvöldið í kvöld

stundum á maður bara að gera það sem maður vill
stundum á maður bara að segja það sem manni finnst

stundum vildi maður að maður hefði bara akkúrat gert það


annars: mýrin var góð
og: til hamingju sölvi

6. nóv. 2006

Láta ekki standa

neinei - kannski er hann fínn sykurmoli - hvernig væru þeir svo sem án hans.
svo er það bond. ég hef tröllatrú á Craig. Þeir sem t.d. sáu hann í Layer Cake hljóta að vera spenntir. ég er amk spenntur.
Nóg um að vera að venju. og prójectið leynilega í fullum gangi. svo vetrar hratt og myrkvast og erfiðara að vakna á morgnum sem er líklega í beinu sambandi við hversu erfitt er að sofna og bara sofa á nóttunni.
held ég sofi á röngum stað ...............................................

5. nóv. 2006

sykurmolar

ég ætla á þessa tónleika. miðinn kominn í hús. þetta verða fyrstu, og líklega síðustu sykurmolatónleikarnir mínir

ég kvíði þó einu


einari erni


einhvern tíma heyrði ég sögu. um að eitthvert erlent útgáfufyrirtækið hefði boðið sykurmolunum milljóna samning. eina skilyrðið: losa sig við einar örn


mér: finnst sagan trúverðug

2. nóv. 2006

Lífsmark?

Hér er lítið um að vera. Mikið um að vera í vinnu hins vegar. Líklega of mikið.

Er vettvangur.net þar er meira um að vera.

Kannski einhvern daginn megi sjá staf eftir mig þar. Kannski bara.

Er þetta íslenskur vetur sem koma skal. Frost og úrkomulaust einn daginn. 15 gráðu hiti og rigning þann næsta? Hollenski veturinn var dálítið þannig. Nema frost í eina viku. nokkrar gráður og rigning þá næstu. Á Íslandi eru öfgarnar meiri. Ekki skrítið að við séum svona öfgafull þjóð.

"Keyrum á pikköpp, veiðum hval, kaupum Danmörku, döfull skulum við vinna júróvísjón!!"

Áfram Ísland!

Í gærkvöldi sá ég börn á vappi í Þingholtunum klædd í skuggalega búninga. Hugsaði ekki út í það fyrr fyrr en ég mundi eftir Hrekkjavökunni. Í gær var sum sé allraheilagramessa, hrekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allraheilagramessu. Sú hefð að halda hrekkjavöku er varla rík á Íslandi. Ekki partur af menningunni hér. Þess vegna er það ekki undarlegt að fólk misskilji konseptið og haldi hrekkjavöku degi of seint. Ég spyr mig hins vegar: af hverju finnur fólk hjá sér þörf til að halda hrekkjavöku? Er þetta Ameríkuvæðing? Varla áhrif frá Írlandi. En jæja. Fólk má mín vegna halda hrekkjavöku hér á landi. Jafnvel 1. nóvember ef því sýnist svo.

Skondnir svona hlutir sem tilheyra menningu í Evrópu, flytjast til Ameríku og eru svo kynntir aftur fyrir Evrópu sem eitthvað amerískt og kúl. Pizzan t.d.