19. maí 2006

Föstudagsgetraun

Hvað er ég að hlusta á í græjunum?

Önnur auglýsing: Íbúð óskast til leigu á svæði 101 í Reykjavík!
ES. Til hamingju Ísland

18. maí 2006

Íbúð í Gautaborg til leigu

Til leigu er tveggja herbergja íbúð í Gautaborg í sumar (frá 1. júní til 15. júlí). Íbúðin er við Slottsskogsgatan, í fallegu og rólegu hverfi á mjög góðum stað í bænum. Íbúðin er björt og rúmgóð og leigan er á bilinu 30-40 kr. (eftir gengi íslensku krónunnar).

Þannig að ef lesendur þessarar síðu eru á leið til Gautaborgar á umræddu tímabili er um að gera að hafa samband.Það voru sálfræðingarnir sem komu með svarið/svörin þetta sinnið. Conor Oberst er maðurinn á bak við hljómsveitina Bright Eyes. Ég hélt að svarið myndi aldrei koma. Og við ykkur sem ekki þekkið til Bright Eyes segi ég: Hlustið!


svo á mamma afmæli í dag. hún fær frekari hamingjuóskir

17. maí 2006

getraunin

gelymdi

7. vísbending: umræddar plötur komu út 25. janúar árið 2005

MIðvikudagur/föstudagsgetraun

Ég var að þrífa innkeyrsluna við hús foreldra minna í gær. Það er á Fjólugötu. Fjólugata er einstefnugata og gert er ráð fyrir að bílum sé lagt hægramegin í henni, í beinni línu en ekki samsíða á ská. Enda er gatan ekki breið og gangstéttir báðum megin.

Frá því við fluttum í götuna árið 1992 hefur ekki verð mjög erfitt að fá stæði fyrir bíla sína í götunni. En þó rétt verið svo að íbúar fá stæði fyrir bíla sína og svo einhverjir gestir. En nú er bílaeignin orðin svo mikil að ekki er lengur pláss fyrir bílana bara öðrum megin og hafa margir látið freistast að leggja bílum sínum hinum megin. En þar sem gatan er ekki breið verða þeir að leggja langt upp á gangstétt en engu að síður verður afar þröngt að aka um götuna í kjölfarið. Það er heldur ekki skrítið þegar annað hver maður keyrir um á stórum amerískum pallbíl.

En sem sagt, í gær þar sem ég stóð úti og vara að hreinsa innkeyrsluna hjá foreldrum mínum (já, þau eru að mestu laus við þennan vanda að finna sér stæði í götunni) keyrir maður hjá, einmitt í einhverskonar pallbílsafbrigði af jeppa, og kallar til mín að það sé allt of þröngt að keyra þessa götu. Ég varð afar glaður og hélt að þarna væri loks kominn skoðanabróðir minn um yfirgengilega bílaeign og gekk til hans og sagði einmitt að bílarnir væru of margir og ættu ekkert með að leggja vinstramegin í götunni, enda væri það upp á gangstétt sem stríddi gegn umferðalögum. ?Einmitt,? hrópaði hann, ?það þarf að rífa upp þessa gagnstétt og breikka götuna, það er allt of þröngt að keyra hana svona, svo ná þessar lóðir allt of langt inn í götuna, helst þyrfti að skera af lóðunum líka!? Svo keyrði hann í burtu, löturhægt þar sem hann komst erfiðlega á pallbílnum sínum á milli pallbílanna tveggja fyrir framan hann.

16. maí 2006

getraunin

hér er ekkert að gerast

samt hef ég nóg að gera

kannski þess vegna

en rétt svar hefur enn ekki borist.

Er þetta þá 6. vísbending?

6. vísbending: Það þótti merkilegur atburður þegar hljómsveitin/listamaðurinn sendi frá sér tvær plötur á sama deginum. Ekki síst vegna þess hversu gjörólíkar þær eru að hljómi. Síðan þá hefur hann sent frá sér eina plötu til viðbótar.

12. maí 2006

4. vísbending:

4. vísbending: Á vinsælustu plötu hljómsveitarinnar kemur fram ekki ómerkari söngkona en Emmylou Harris

getraunin á ný

4. vísbending: Þó tónlistarmaðurinn sé ungur að árum hóf hann tónlistarferil sinn í rokkhljómsveit með ágætum fyrir rúmum tíu árum.

föstudagsgetraun

...reyndar sú hin sama og hafin var fyrir viku. Það hefur svo sem líka verið nóg að gera og flest mikilvægara en að uppfæra orðin tóm á þessa síðu.

en við höldum áfram:

3. vísbending. Tónlistarmanninum hefur verið líkt við Bob Dylan og Leonart Cohen en honum á nú samt alveg eigna sín eigin sérkenni

9. maí 2006

föstudagsblogg

þó það sé ekki föstudagur get ég nú svo sem sett inn eina eða tvær línur.

ég hafði svo mikið að gera að ég gleymdi að gera aðra vísbendingu

2. vísbending: Hljómsveitin er reyndar frekar einstaklingur, one-man-band sk.

5. maí 2006

Það var samt fyrir tíu árum

Hvað varð um Geira Sæm?
Jú seinast þegar ég vissi var hann að vinna sem kokkur á leikskóla á Nesinu
Það var samt árið 1997

Kannski er hann að gera eitthvað allt annað núna. T.d. vinna að nýrri plötu!

föstudagsgetraun

Það er föstudagur og að venju eru það Rolling Stones sem fá að hita mig upp fyrir daginn með Jigsaw Puzzle. Spillistinn farinn í gang. Þessa dagana er ég mestmegnis í vinnunni. Hef lítinn tíma til annars. Jú ég get reyndar hlustað á tónlist á meðan ég spila og ég nýti mér það í þaula. Þannig hef ég uppgötvað nokkur bönd síðustu daga. Núna er ég t.d. að hlusta á the clientele ? það er ágætt. Svo heyrði ég um daginn Man Man sem er alveg magnað band. Gulliminn hefði líklega gaman af því. Platan heitir Six Demon Bag. Art Brut er líka stórskemmtileg hljómsveit með plötuna Bang Gang Rock and Roll ? hana ætla ég að kaupa mér. Svo er Destroyer?s Rubie í stöðugri spilun hjá mér.

Jæja ? meiri tónlist minna mas

En verð ég ekki samt að stinga inn föstudagsgetraun fyrst þetta er orðið hálfgert föstudagsblogg. Þá er við hæfi að hafa það tónlistargetraun.

Spurt er um hljómsveit:

1. vísbending: Lykilmanni hljómsveitarinnar hefur verið lýst sem söngvaskáldi sinnar kynslóðar.

Í verðlaun er nafn vinningshafa (+ gestur) á gestalista fyrir fyrstu tónleika Skonrottunnar.