28. jún. 2005

Hjörtur hjólatré...

... reyndi einhver að uppnefna mig þegar ég var níu ára eða svo. Mér fannst þetta bara nokkuð töff heiti og var alveg sama að vera kallaður þetta. Svona var maður nú kúl krakki.

Annars fluttum við Jóhanna hana og stöffið hennar hingað til mín í gær. Leigðum bakfiets á ný og hjóluðum með þetta allt saman hingað á C.P.Straat. Tók ekki nema tvo tíma en í kjölfarið vaknaði ég upp með sára fætur í dag. Sem er í lagi þar sem ég mun að mestu sitja framan við tölvu í dag án þess að þurfa að reyna of mikið á fótana.

Svo fórum við á strönd sem við uppgötvuðum að er hér örskammt frá C.P.Straat.

Þetta er allt að batna.

26. jún. 2005

Hasselhoff

eða hvað hann heitir ... leikur í sunnudagsmyndinn á rtl4. Hún fjallar um slökkviliðsmann sem bjargar hundaþjálfara úr bílslysi. Þau verða ástfangin en eru trúlofuð öðrum og brúðkaupin þeirra eiga að fara fram á sama degi. Ég kveikti á þessu fyrir um tíu mínútum. Ég ætla ekki að horfa meira. Slökkva á þessum fjanda og skella sér í park hér við hliðina og lesa smá.

Jávei!

24. jún. 2005

Stjarnan mín og stjarnan þín


Amsterdam 261
Originally uploaded by johannak.
sjitt... mér er of heitt ... full heitt til að vera úti.... of heitt til að vera inni. hvað gerir maður þá? fer í sund - en það má konan mín einmitt ekki gera vegna þess að hún er nýbúin að fá sér tattú ... jövla jövla ... ég fer þá bara í sund með einhverjum öðrum.

Lítið sofið

í nótt vegna hita. ekki sótthita heldur lofthita. Fór á fætur klukkan sjö og var þá nógboðið. 39 gráður sagði hann mælirinn á mót klukkan tíu. Máski dáldi ýkt þar sem hann stóð í sól um það leyti. Nú segir hann 35 í skugga.

Í dag ætla ég að taka mér frí frá öllum skyldustörfum, drekka vatn og hitta fjölskylduna frá Utrecht.

23. jún. 2005

Eitthvað

Ég kann ekkert að nota þessar fyrirsagnir

Annars var nú bara enn einn hitamolludagurinn í dag. 30 gráður mest megnis. 26 þegar hún er langt gengin tólf á miðnætti

Enda er ég hér nær nakinn fyrir framan tölvuna.
Shit

Nú er ég hættur þessu.....

Enn ein tilraun til að halda lífi í Sellunni

Siggi reit í gær og ég í dag

Kíkja

Barry White farinn að geifla sig í græjunum. Þá er nú bara best að fara að koma sér í háttinn. Verst það konan er af bæ. Barry gerir mann svo graðan. Svona eins og tígrisdýrin í dýragarðinu í Berlín. Eða hvar var það?

22. jún. 2005

Sól og sumarylur

konan tattúaði sig í gær. ég sat heima og reykti pípu og las um afrískan cúltúr. hvort okkar er hafrekið sprek? ABBA hljómar í græjunum og sólin skín úti. sólskinið enda umleikur okkur öll. Nema þær ólukku sálir sem sitja eftir í myrkrinu.

21. jún. 2005

Bleh

Discussing - bleh

neinei

ekkert að marka

Svona

það er svona hugguleg svitalykt í loftinu eftir gærdaginn. 34 gráður þegar best/verst lét. Nú eru þetta ekki nema svona 24 gráður, sem er mun betra.

Bright Eyes syngur í mig kjark til að takast á við verkefnið.

Sem ég er löngu búinn að missa allan áhuga á...

Mest langar mig bara að lesa í ljóðabókum.

En það sé ekki hægt.

20. jún. 2005

Lýs

Hann er kominn upp í 33 gráður. Þetta fer að verða óbærilegt. Nú skín líka sólinn inn um gluggann hjá mér. Úff.
Annars plantaði ég sinnepsfræjum um daginn og nú er komin þessi líka myndarlega planta fyrir utan gluggann hjá mér með gulum blómum. Hins vegar tók ég eftir að undir blöunum er heill hellingur af lúsum. Hvað gerir maður þá. Er einhver fróður um matjurtarækt sem les þessa síðu?

Shiiit. ég er farinn í kalda sturtu. svo þarf ég að horfa á vídeó fyrir ritgerðina. hvernig gerir maður það í svona hita. jiii.

Haaaa

Ég hætti mér ekki út úr húsi. 31 segir hann mælirinn á húsinu á móti. Shiiit. Playlistinn cominn á random eða svokallað shuffle play - Fyrsta lag - Cat Power - Annað lag - Bítlarnir - Þriðja lag - The Supremes - Fjórða lag: Ekki vitað enn - 2941 möguleiki. Eitt atriði truflar mig nokkuð í enskri túngu. Það er fyrirbærið "one and a half" og svo fleirtala, t.d. "one and a half weeks" - það fer líka nokkuð í taugarnar á enskumóðurmælandi fólki þegar ég spyr hvers vegna þetta sé svo. Ekki skánar þegar ég spyr Ameríkana afhverju þeir segja "1 years old" - ég held ég sé nefnilega málfasisti á ensku. Í skilninginum "við gerum þetta allt öðruvísi í íslensku, sem er vitaskuld réttara". getur eitthvað verið réttara? eru hlutir ekki bara annað hvort réttir eða rangir. og svo "ekki beinlínis rangt" eða "næstum rétt". sem sagt ekki réttara eða rangara. Ég hugsa að ég þurfi að hætta mér út úr húsi bráðlega. ísskápurinn er tómur sem merkir nú bara aðeins eitt: ekkert kalt hægt að fá hér í húsinu, tja nema að ég setji vatn í flösku og kæli ... viti menn það gerði ég einmitt í gærkvöldi þegar ég sá fram á að ég myndi ekki ná að sofna í mollunni. græna teið hjálpaði lítið. annars var fjórða lagið með Sugarcubes og fimmta lagið með Paul Revere and the Rangers og nú syngur Solomon Burke. Jövla gaman að sjöfla svona pleilistann/pleilistanum. Hvaða fall ættli sjöfla taki? Er þetta ekki eins og stokka í íslensku? Hvaða fall tekur stokka? Þágufall er það ekki? Hvað um það - farinn út í hitann til að kaupa eitthvað kalt. þá er maður fegin að búðin er bara hér á hæðinni fyrir neðan.

19. jún. 2005

molla


Amsterdam 1627
Originally uploaded by hjortur.
hér sit ég allsber. það er ekki annað hægt. hann fór víst upp í tæpar 30 gráður í dag hitinn. nú um klukkan hálf tólf eru þetta 25 gráður. full til heitt svona til að sofa í. en þá sefur maður bara allsber, ofan á sænginni. Það var svona ROOTS festival í Oosterpark í dag. Oosterpark er nú bara hérna í hverfinu, sem er fínt. Þetta var svona heimstónlist, mest megnis frá Afríku og Karíbahafi. Og við sátum svona í grasinu og drukkum eplasaft og bjór og átum Turkse Pizzas og spiluðu frisbí. Fullkominn dagur á ný. Æi hér er gott að vera

Annars er Johanna Newsom að syngja fyrir mig síðasta lag fyrir fréttir. Ég kann Tintin minni bestu þakkir.

Nú verður reynt að sofa í mollunni. Með góðri hjálp Lipton Green Tea Ice Tea verður það vonandi auðveldar

Annars klippti ég hárið á mér af í dag, amk sumt af því.

suddafínt veður


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
sigurðarmál: 25 gráður og sól hvern einasta dag. við jóhanna tókum okkur langan göngutúr. enduðum í NEMO til að pissa. fyrir slysni svindluðum við okkur inn á tæknisafnið sem þar er. svo var farið út að eta á hræódýrðum ítölskum veitingstað á leiðinni heim. sumir dagar eru bara fullkomnir. í dag verður stúderað og svo farið í parkinn á svona utandyrafestival.

18. jún. 2005

nóg að gera

hér er hlýtt - 25 gráður. ég sit í sólinni sem kemur inn um gluggann minn á nærbuxunum. ekki sólin heldur ég og drekk vatn út eins lítra gler kókakólaflösku. þau selja svoleiðis í búðinni hér fyrir neðan. það finnst mér magnað. mér er ó svo heitt. við jóhanna ætlum að rölta í brugghúsið á eftir og fá okkur bjóra. ætli ég fái mér ekki natte frekar en kólumbus í þetta sinn. jóhanna fær sér kannski ij-wit, eða máski zatte. sjáum til.

amsterdam er falleg, en svo miklu fallegri þegar sólin skín, eins og gamla reykjavík.

sigurrós er að spila í stereógræjunum og áðan var það mugison. mugison verður í paradiso 3. júlí. sigurrós verður í paradiso nokkrum dögum síðar. fjör verður þar. hjörtur verður þar. hjörtur er fjör.

17. jún. 2005

Laxrís

Ég hefi komist að því að það er engu logið um laxerandi áhrif lakkríss.

Leiði

Þegar maður skrifar ritgerðir fær maður stundum svona óskaplegt leið... óskaplegan leiða... á þeim. Slíkt á amk við í þessu tilfelli. Þá finnur maður sér stundum eitthvað allt annað að gera. T.d. að koma reglu á lagasafnið í tölvunni. Skrá niður plötuheiti og ómerkta lagafæla. Svo tekur maður sér sinn tíma í að laga kaffi og endurraða í ísskápnum. Svo fer maður að reyna að laga vatnshitarann því allt í einu langar mann svo í sturtu. Eftir misheppnaðar tilraunir sest maður svo að nýju við tölvuna, starir á tölvuskjáinn og bíður eftir hugljómun en ekkert gerist og áður en maður veit af er maður búinn að logga sig inn á blogger og blogga smá.

Til er fólk sem veit ekki hvað blogg er. Ég dáist að slíku fólki. Það er skrítið er þó er að helmingur samnemenda minna vissu ekki hvað blogg var þegar spurt var um það í haust. Þess má geta að við erum að læra Media Studies.

Hvað um það. Ég held ég þurfi á klósettið. Þar má maður amk eyða þónokkrum mínútum án samviskubits. Máksi ég taki með mér þangað Moby Dick, þá hrútleiðinlegu sögu. Þá er kannski von til þess að maður sofni og nái þar með að drepa enn meiri tíma.

Kannski

Sautjándi Júní


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Það er víst sautjándi júní í dag. Hér í a'dam er þetta bara eins hver annar föstudagur. fyrir námsmenn í ritgerðavinnu er þetta eins og hver annar dagur. En þetta rann upp fyrir mér þegar ég sá hversu fáir voru á msn-inu. Annars er maður bara hress. Al Green að syngja um ást og hamingju. Gæti allt eins verið að syngja um mig.

If you don't know me by now

verður vonandi ekki spilað í jarðarför minni

hins vegar hljómar það í stereógræjunum mínum stórkostlegu.

Annars má ég til með að benda á tilboð netklúbbs Icelandair: Amsterdam á 19.900 með flugvallarsköttum valda daga í júlí. Tékka á því!!

Tilvalið að koma hingað til mín og stytta mér stundur. Mér leiðist námið svo ofsalega þessa dagana. Nenni eiginlega alls ekki að klára þessar tvær ritgerðir.

Annars var verið að breyta rusladögunum hér í götunni. Kerfið hér er þannig að kvöldið fyrir rusladag má maður setja ruslið sitt út á götu og ruslafólkið pikkar það svo upp klukkan 6 að morgni. Ef maður gleymir sér kvöldið fyrir rusladag þarf maður að bíða með ruslið sitt inni þar til næsta rusladag. Það hefur komið fyrir að ég gleymi þremur rusladögum í röð. Það er ekkert sérlega geðslegt.

Nú er jimi hendrix farinn að syngja um þann möguleikann að sex væri níu.

Nú er ég farinn að skrifa um Big Brother í Afríku.

16. jún. 2005

Þá riðu héruð


Amsterdam 184
Originally uploaded by hjortur.
Ég bý í húsi. Líkt og margir. Það er gott. Hér er hlýtt. 27 gráður segir mælirinn á móti. Það er gott. Í kvöld ætla ég að elda mat handa stúlkunni minni. Það er gott


Það er margt gott

Annars á ég: sófa, ísskáp, sjónvarpsborð, boxdýnu, kaffivél og fleira og fleira. Sem ég er til í að lána hinum og þessum. hafa samband

Ég sit hér ber að ofan.

Þá riðu hetjur.

9. jún. 2005

Sem er fínn titill svo sem

Bláa Lónið - Sirkus - Sundlaugar Reykjavíkur - Snæfellsjökull - Þingvellir - Smárabíó - Kaffibarinn

Er þetta ekki ágætis þverskurður?