20. jún. 2005

Lýs

Hann er kominn upp í 33 gráður. Þetta fer að verða óbærilegt. Nú skín líka sólinn inn um gluggann hjá mér. Úff.
Annars plantaði ég sinnepsfræjum um daginn og nú er komin þessi líka myndarlega planta fyrir utan gluggann hjá mér með gulum blómum. Hins vegar tók ég eftir að undir blöunum er heill hellingur af lúsum. Hvað gerir maður þá. Er einhver fróður um matjurtarækt sem les þessa síðu?

Shiiit. ég er farinn í kalda sturtu. svo þarf ég að horfa á vídeó fyrir ritgerðina. hvernig gerir maður það í svona hita. jiii.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má reyna að blanda smá uppþvottalegi út í volgt vatn og úða á grey lýsnar. Svo er auðvitað hægt að týna þær af.
Þórdís

Nafnlaus sagði...

úðaðu grænsápu á þær

Nafnlaus sagði...

já, grænsápa er allra meina bót