hér sit ég allsber. það er ekki annað hægt. hann fór víst upp í tæpar 30 gráður í dag hitinn. nú um klukkan hálf tólf eru þetta 25 gráður. full til heitt svona til að sofa í. en þá sefur maður bara allsber, ofan á sænginni. Það var svona ROOTS festival í Oosterpark í dag. Oosterpark er nú bara hérna í hverfinu, sem er fínt. Þetta var svona heimstónlist, mest megnis frá Afríku og Karíbahafi. Og við sátum svona í grasinu og drukkum eplasaft og bjór og átum Turkse Pizzas og spiluðu frisbí. Fullkominn dagur á ný. Æi hér er gott að vera
Annars er Johanna Newsom að syngja fyrir mig síðasta lag fyrir fréttir. Ég kann Tintin minni bestu þakkir.
Nú verður reynt að sofa í mollunni. Með góðri hjálp Lipton Green Tea Ice Tea verður það vonandi auðveldar
Annars klippti ég hárið á mér af í dag, amk sumt af því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli