17. jún. 2005

If you don't know me by now

verður vonandi ekki spilað í jarðarför minni

hins vegar hljómar það í stereógræjunum mínum stórkostlegu.

Annars má ég til með að benda á tilboð netklúbbs Icelandair: Amsterdam á 19.900 með flugvallarsköttum valda daga í júlí. Tékka á því!!

Tilvalið að koma hingað til mín og stytta mér stundur. Mér leiðist námið svo ofsalega þessa dagana. Nenni eiginlega alls ekki að klára þessar tvær ritgerðir.

Annars var verið að breyta rusladögunum hér í götunni. Kerfið hér er þannig að kvöldið fyrir rusladag má maður setja ruslið sitt út á götu og ruslafólkið pikkar það svo upp klukkan 6 að morgni. Ef maður gleymir sér kvöldið fyrir rusladag þarf maður að bíða með ruslið sitt inni þar til næsta rusladag. Það hefur komið fyrir að ég gleymi þremur rusladögum í röð. Það er ekkert sérlega geðslegt.

Nú er jimi hendrix farinn að syngja um þann möguleikann að sex væri níu.

Nú er ég farinn að skrifa um Big Brother í Afríku.

Engin ummæli: