hér er hlýtt - 25 gráður. ég sit í sólinni sem kemur inn um gluggann minn á nærbuxunum. ekki sólin heldur ég og drekk vatn út eins lítra gler kókakólaflösku. þau selja svoleiðis í búðinni hér fyrir neðan. það finnst mér magnað. mér er ó svo heitt. við jóhanna ætlum að rölta í brugghúsið á eftir og fá okkur bjóra. ætli ég fái mér ekki natte frekar en kólumbus í þetta sinn. jóhanna fær sér kannski ij-wit, eða máski zatte. sjáum til.
amsterdam er falleg, en svo miklu fallegri þegar sólin skín, eins og gamla reykjavík.
sigurrós er að spila í stereógræjunum og áðan var það mugison. mugison verður í paradiso 3. júlí. sigurrós verður í paradiso nokkrum dögum síðar. fjör verður þar. hjörtur verður þar. hjörtur er fjör.
1 ummæli:
Hæ elsku Hjörtur minn. Bara eitthvað að vafra og langaði til að heilsa upp á þig. Vonandi sé ég þig og Jóhönnu aftur sem fyrst. Knúsi knús.
Skrifa ummæli