30. júl. 2008

Vitleysisgangur

Hann er nú meiri sauðurinn þessi borgarstjóri í Reykjavík.

Annars er ég á báðum áttum í stóra listaháskólamálinu. Ég á erfitt með að sjá hvernig hægt er að byggja listaháskólahús sem myndi almennilega sóma skólanum um leið og haldið er í þessi þrjú hús þarna á reitnum. Er slík samsuða ekki dæmd til að verða að einhverju moðverki sem yrði sérdeilis engin bæjarprýði? Ég hef amk ekki hugmyndaflug í slíkt ævintýri. Ef það er ætlun manna að halda í öll hús sem kalla má "gömul" á Laugaveginum er ég líka hræddur um að það verði bara til að hamla gegn uppbyggingu á götunni. Væri ekki nær að reyna að halda einshverskonar innra samræmi á tilteknum köflum á Laugaveginum frekar enn að hafa bárujárnshús dreifð inn á milli einhverra steinkubba? Pæling. Kaflinn þar sem hús Listaháskólans á að rísa er t.d. umsettur svona kubbahúsum. T.d. herrahúsinu eða hvað það heitir þarna á hinu horninu. Er svo ekki há steinbyggining beint á móti. Væri ekki alveg málið að flytja þessi gömlu hús bara og svo smella listaháskólabyggingu inn á reitinn sem myndi mynda einhverja heild við húsin í kring á flottan og framúrstefnulegan hátt.

Hmmm - annars er ég almennt á því að reykjavík fái að halda í flest af sínum fallegu bárujárnshúsum. Svei mér þá - líka bara að bárujárnsklæða ný hús svona til að halda samræmi.

Rammstein

Rammstein-safnið mitt kom líka í ljós við geisladiskasafnsendurröðunina. Auðvitað er bara hægt að spila Rammstein á hæsta styrk, Jóhönnu og nágrönnum mínum til ama. Málararnir sem eru hér á vinnupöllum fyrir utan gluggan virðast skemmta sér og dilla sér við massívan og graðan gítartaktinn.

Annars verður ekkert lát á þessari eindæma veðurblíðu hér. Um 30 stiga hiti þriðja daginn í röð. Svo les maður um 10 gráðum minni hita á Íslandi og kætist líka við það.

Jú, þetta er ágætt og sannkallað.

28. júl. 2008

Hjólatúr um Danmörku

Sitthvað frá fyrri tíð

Eins og fiskur flæktur í netsokka og það er sannað að auðvitað heiti ég Elísabet - hvað annað.

Mánuður án orða. Það má skýra það með sumarfríi. Nú er ég búinn í sumarfríi. Hef aftur störf í miðri hitabylgju. Það er eitthvað svo dásamlegt að ganga heim á leið um nótt í rúmlega 20 stiga hita í stuttermaskyrtu og stuttbuxum og sandölum.

Ég notaði síðasta frídaginn í að raða geisladiskasafninu mínu. Þetta eru eitthvað um 250 diskar sem ég er með mér hérna úti í Svíþjóð. Mesta draslið skildi ég eftir í kassa heima hjá mömmu. Þarna í tiltektinni rakst ég á diska sem ég hef ekki spilað lengi lengi og var eiginlega búinn að gleyma að ég ætti. Fann t.d. rykfallinn Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella áritaðan með ástarkveðju frá Megasi. Þar finnast nokkrir þrælskemmtilegustu textar kappans, að mínu mati - Þeir héldu dálitla heimstyrjöld um daginn.

Annar var tekið Skandinavíusumar í þessu fríi. Fyrst vika í Småland og svo viku hjólreiðatúr um Sjáland. Unaður út í gegn.

Þessi dama hún er ekki hægt.