28. júl. 2008

Sitthvað frá fyrri tíð

Eins og fiskur flæktur í netsokka og það er sannað að auðvitað heiti ég Elísabet - hvað annað.

Mánuður án orða. Það má skýra það með sumarfríi. Nú er ég búinn í sumarfríi. Hef aftur störf í miðri hitabylgju. Það er eitthvað svo dásamlegt að ganga heim á leið um nótt í rúmlega 20 stiga hita í stuttermaskyrtu og stuttbuxum og sandölum.

Ég notaði síðasta frídaginn í að raða geisladiskasafninu mínu. Þetta eru eitthvað um 250 diskar sem ég er með mér hérna úti í Svíþjóð. Mesta draslið skildi ég eftir í kassa heima hjá mömmu. Þarna í tiltektinni rakst ég á diska sem ég hef ekki spilað lengi lengi og var eiginlega búinn að gleyma að ég ætti. Fann t.d. rykfallinn Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella áritaðan með ástarkveðju frá Megasi. Þar finnast nokkrir þrælskemmtilegustu textar kappans, að mínu mati - Þeir héldu dálitla heimstyrjöld um daginn.

Annar var tekið Skandinavíusumar í þessu fríi. Fyrst vika í Småland og svo viku hjólreiðatúr um Sjáland. Unaður út í gegn.

Þessi dama hún er ekki hægt.

Engin ummæli: