8. feb. 2016

Jájá, tvö ár eru svo sem ekki langur tími. Mér finnst ekki langt síðan ég skrifaði síðustu færslu.
Það er heldur ekki mikið annað hljóðið í strokknum.Sömu blankheitin. En hér er kominn hundur.Það er ævintýri.

12. feb. 2014

12. febrúar

Blankur sem endranær. Maður var svo sem ekki að veðja á ríkidæmi með þeim ákvörðunum sem maður hefur tekið í gegnum tíðina. En þetta er nú farið að verða ágætt.

Reyndar er nú viss bjartsýni ráðandi eftir góða tíð hjá þessu blessaða fyrirtæki okkar. Kannski maður eigi afgang eftir næsta mánuð. Það væri þá í fyrsta sinn í dágóðan tíma.


En maður nýtur svo sum lífsins. Kannski þess vegna er maður líka alltaf blankur.

4. feb. 2014

Bjartara

Það birti snögglega í tilverunni. Það gerist með hækkandi sól. En einnig hefur verið heiðskírt undanfarið svo það varð enn bjartara en ella.

Fólk farið að tals um vor í loft...

...við hlustum ekki á slíkt.

2. feb. 2014

Sunnudagur

Drengurinn harkaði af sér þessi veikindi eitursnöggt. En hóstinn situr í greyið astmabarninu. Ég vona að þetta eldist af honum.

Þetta hefur verið nokkuð viðburðarrík vika svona miðað við margar aðrar á þessum tíma árs. Göteborgs film festival er í gangi og fókusinn er á Ísland í þetta sinn. Á meðal íslenskra mynda er Málmhaus sem Obba leikur í. Hún kom í bæinn til að fylgja henni eftir. Sérstakt Íslandskvöld var á miðvikudaginn á Pustervik, þar sem Hjaltalín spilaði. Ég kíkti þangað með Anders og hitti þar líka Obbu. 

Á fimmtudaginn fengum við svo pössun og við Jóhanna fórum og sáum Málhaus og hittum svo Obbu eftir á. Það var gaman. Á Pustervik rakst ég líka á Ola Rapace, sem blótaði mestmegnis Gautaborg. Hressandi!

Í gær, laugardag, fengum við svo næturpössun og gátum kíkt á aðra mynd, Lamma shoftak, palestínska mynd um fólk í palestínskum flóttamannabúðum árið 1967. Mæli með henni.

Eftir hana fórum við á Moon Thai og í heimreisubjór á Tullen.

Nú eru þau mæðgin í mat hjá pake og ég vinn og fæ mé einn kaldan á Old Town.

ES. Affrysti frysinn í gær. Ánægður með það.

27. jan. 2014

Veikur heima

Við feðgar vorum heima í dag vegna veikinda þess yngri. Hann var þó ekki slappari en svo að hann sýndi af sé mikla kæti og hélt uppi stuði frameftir degi. Helst var þó dagurinn markverður fyrir þær sakir að þetta var fyrsti bleyjulausi dagurinn. Það gekk vel ef frá er talið eitt smáræðis slys.

Þriðja þáttaröð af Game of thrones hálfnuð eftir mikið maraþon. Þetta fer að verða ágætt.

Það kyngdi niður snjó hér seinni partinn og frameftir kvöldi. Ef drengurinn verður hress er ráðgerð sleðaferð. 

Sjáum til.

26. jan. 2014

Skógarferð

Við gistum í Kållered í nótt. Hjá Lottu og Matt. Í dag fórum við svo í gönguferð út í skógi. Gengum í tæpan hálftíma. Settumst svo og hvíldum okkur, kveiktum bál og drukkum kaffi. Það var sex stiga frost, bjart og stillt. 

Svona þarf maður að gera oftar.

Nói stóð sig eins og hetja. Gekk eins og herforingi í snjónum. Nú sefur hann sæll eftir langan dag.

17. jún. 2013

17. júní

Um daginn settumst við þrjú á tvö reiðhjól og tókum ferjuna yfir á bakkann hinum megin. Lindholmen og hjóluðum þaðan yfir til Eriksberg. Það eru nú ekki nema fimm mínútur að hjóla þar á milli. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig búið er að byggja upp hafnarsvæðið þarna. Flottur arketektúr og spennandi svæði. Þetta þurfum við að kanna nánar.
Nóa finnst rosalega gaman að fara með bátnum. Það er gaman að sameina hjólatúr og bátsferð og það finnst honum virkilega spennandi.