17. jún. 2013

17. júní

Um daginn settumst við þrjú á tvö reiðhjól og tókum ferjuna yfir á bakkann hinum megin. Lindholmen og hjóluðum þaðan yfir til Eriksberg. Það eru nú ekki nema fimm mínútur að hjóla þar á milli. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig búið er að byggja upp hafnarsvæðið þarna. Flottur arketektúr og spennandi svæði. Þetta þurfum við að kanna nánar.
Nóa finnst rosalega gaman að fara með bátnum. Það er gaman að sameina hjólatúr og bátsferð og það finnst honum virkilega spennandi.


Engin ummæli: