26. jan. 2014

Skógarferð

Við gistum í Kållered í nótt. Hjá Lottu og Matt. Í dag fórum við svo í gönguferð út í skógi. Gengum í tæpan hálftíma. Settumst svo og hvíldum okkur, kveiktum bál og drukkum kaffi. Það var sex stiga frost, bjart og stillt. 

Svona þarf maður að gera oftar.

Nói stóð sig eins og hetja. Gekk eins og herforingi í snjónum. Nú sefur hann sæll eftir langan dag.

Engin ummæli: