31. júl. 2007

Brandari

Reykjavík hefur verið útnefnd grænasta borg í heimi.

Ég tek þessari útnefningu með fyrirvara, rétt eins og GMB. Hann virðist alveg hafa skipt um skoðun síðan hann sagði: „Reykvíkingar hafa valið og þeir hafa valið einkabílinn!“ Mikið fagna ég því.

En það er ótalmargt eftir óunnið til að Reykjavík komist nálægt því að eiga svona nafnbót skilið:

Ég fagna grænum skrefum sem stíga á. Hvenær sem það nú verður gert.

En þau skref eiga án efa eftir að einkennast af hálfkæringi og hallærislegum tilraunum. Það virðist nefnilega aldrei vera hægt að gera neitt almennilega.

Af hverju er t.d. ekki fyrir löngu búið að leggja reiðhjólarein á Hverfisgötu og Lækjargötu? Gera kleift að hjóla án vandræða meðfram allri Hringbraut og Miklubraut? Fjölga grenndargámum fyrir endurvinnslu til muna? Bjóða námsmönnum fríar eða a.m.k. sérlega ódýrar ferðir með strætisvögnum?

Svo fáein lítil skref séu nefnd.

Vita borgarbúar yfir höfuð af þessum skrefum sem ætlað er að taka?

26. júl. 2007

Fjölsk

Fjölskylda Jóhönnu var hér í heimsókn frá Hollandi. Sum sé hollenska fjölskyldan. Það var vegna skírnar litlu systur Jóhönnu. Þar var saman kominn fjölskylda pabba hennar og fjölskylda stjúpmóður hennar (sem er sex árum eldri en ég). Það er ekki einfalt mál að taka þátt í fjölskylduboði sem fer fram á sænsku annars vegar og hollensku hins vegar

Það tókst þó einhvernveginn

25. júl. 2007

Garg

Við fórum um daginn í svona - draugagöngu - um daginn. Það var fönn - alveg átgætis fönn.

Nú er rétt rúm vika þar til maður skreppir þetta til Kaupinhafnar. Húrra fyrir því.

Svo þið Kaupinhafnarfólk - farið að fægja silfrið - núna!

24. júl. 2007

Heimsóknir á þessa eru í línulegu falli í átt að núlli. Ég veit ekki hvort það verður ég eða lesendur mínir sem fyrst gefast upp.

Þess má geta að ég held að endajaxlinn hjá mér sé smátt og smátt að rotna í sundur. Amk er ákaflega staðbundin rotnunarilmur sem kemur akkúrat þaðan - frá vinstri endajaxli niðri.

Mér skilst að tannlækningar í Svíþjóð séu nokkuð ódýrari en á Íslandi. Það ætti svo sem ekki að vera erfitt. Ég held að ég hafi greitt 30 þúsund fyrir síðustu heimsókn.


og samt er endajaxlinn að rotna...

Gamlir tímar

Mér hefur verið hugsað til gamalla tíma undanfarið. Jæja, kannski ekki gamalla - en eldri a.m.k. Það er undarlegt að geta notað miðstig til að draga úr frumstigi. Að eldri geti á einhvern hátt verið yngri en gamall. Þú skilur... Eldri kona er t.d. ekki alveg jafn gömul og gömul kona.

Hvað segirðu varstu að tala við gamla konu?
Nja, þetta var svona eldri kona.

Tengt afstæði. Jóhann er ekki gamall þó hann sé eldri en Gunnar.

Merkileg tík, þessi semantík.

En ég hef sum sé verið að hugsa um horfnar stundir. Gamla tíma. Eldri minningar.

Nostalgía? Svei mér.

En fyrst maður var farinn að spjalla um semantík og tungumál. Eitt er undarlegheit sem ég þreytist ekki á að flissa yfir í sænsku. Það er skrípi eins og: det här bordet. Eins og í setningunni: Är det här bordet ledigt? Beint mætti þýða þetta svo: Er þetta borðið hér laust?

Meikar bara ekki sens!

18. júl. 2007

Monnímonnómonní

Göteborg Monthly Magzine tekur þátt í AdSense til að græða smá péning á öllu saman. Það virkar þannig að við leyfum Goolge að birta hjá okkur auglýsingar og í staðinn fáum við péning; ef einhver af gestum okkar smellir á auglýsingarnar.

Svo allir að heimsækja monthly.se og smella og bóka hótel og svona.

Húrra fyrir því

Húrra húrra húrra

Enn einn dagurinn í Svíþjóð

Ég fór að beiðni Gullu og skellti inn niðurtalningu á krítarferðina. Bara af því bara...

jáójáogseisei

Annars er ráðgert að skella sér til Kaupinhávnar um verslunarmannahelgina. Ójá og seisei - já.

16. júl. 2007

Að lokinni

Ojæja - þá er Íslandsheimsóknum lokið - í bili - og ég get hafið bloggstörf á ný.

Tvennt gerðist hér í landi eftir að ég sneri aftur: Sólin fór að skína á ný og Göteborg Monthly Magazine kom út. Ég á heiður að einhverju í þessu tímariti. Kannski einkum hugdettunni og vefsíðunni. Jóhanna og Lotta eiga heiðurinn af öllu hinu. Sem er heilmargt.

En Göteborg Monthly Magazine kemur eingöngu út í Gautaborg. Því bendi ég ykkur hinum á að lesa bara hinn virðulega vef: www.monthly.se

Hannaður og uppsettur af mér. Get ég sagt með stolti.

Annars var hádegismaturinn tekinn hér úti í garði í 25 stiga hita, glampandi sól yfir bókinni High Noon in the Cold War.

Hressandi?

jamm

9. júl. 2007

Sumarnætur

Ég er á Íslandi. Hingað skrapp ég til að vera gjöf um stund. Það var skemmtilegt að vera gjöf og mér er sagt að gjöfin hafi verið skemmtileg. Ég vona samt að ég verði ekki gjöf aftur. Enda á svo sem ekki að gefa hverja gjöf oftar en einu sinni.

Síðan ég kom hef ég vakað um nætur. Það er magnað hvað maður getur enst út íslensku sumarnóttina og fram á morgun.

Aldrei vaki ég svona í Svíþjóð.



Þess má annars geta að þessi færsla er sú 1111 (ellefuhundruðogellefsta) þessa bloggs. Það er töff.