16. júl. 2007

Að lokinni

Ojæja - þá er Íslandsheimsóknum lokið - í bili - og ég get hafið bloggstörf á ný.

Tvennt gerðist hér í landi eftir að ég sneri aftur: Sólin fór að skína á ný og Göteborg Monthly Magazine kom út. Ég á heiður að einhverju í þessu tímariti. Kannski einkum hugdettunni og vefsíðunni. Jóhanna og Lotta eiga heiðurinn af öllu hinu. Sem er heilmargt.

En Göteborg Monthly Magazine kemur eingöngu út í Gautaborg. Því bendi ég ykkur hinum á að lesa bara hinn virðulega vef: www.monthly.se

Hannaður og uppsettur af mér. Get ég sagt með stolti.

Annars var hádegismaturinn tekinn hér úti í garði í 25 stiga hita, glampandi sól yfir bókinni High Noon in the Cold War.

Hressandi?

jamm

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, frábært, ég er montinn af ykkur!!

Nafnlaus sagði...

Congratz með blaðið - ég kannast við strigaskóna og rauðu sokkabuxurnar á forsíðunni, töff :-)
Hvað skyldu nú vera margir dagar þar til við förum til Krítar...eigum við ekki að setja upp niðurteljara? Ég grunnanda af spenningi!!