9. júl. 2007

Sumarnætur

Ég er á Íslandi. Hingað skrapp ég til að vera gjöf um stund. Það var skemmtilegt að vera gjöf og mér er sagt að gjöfin hafi verið skemmtileg. Ég vona samt að ég verði ekki gjöf aftur. Enda á svo sem ekki að gefa hverja gjöf oftar en einu sinni.

Síðan ég kom hef ég vakað um nætur. Það er magnað hvað maður getur enst út íslensku sumarnóttina og fram á morgun.

Aldrei vaki ég svona í Svíþjóð.



Þess má annars geta að þessi færsla er sú 1111 (ellefuhundruðogellefsta) þessa bloggs. Það er töff.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef líka verið gjöf. Meira segja 2X. Það má því segja að ég sé endurunnin gjöf;)
Hafðu það gott bróðir minn. Við sjáumst bráðum:o)

Króinn sagði...

Ætli nokkuð verði af því að við hittumst á þessari stuttu dvöl okkar beggja á Íslandi. Svo mikið að gera í farandverkamannabransanum mínum. Þú kemur bara til Chile í haust - og svo er náttúrlega alltaf stutt til Köben...