31. jan. 2004

Hjörtur situr í GH og slappar af. Hann er í fríi... Og nú situr hann í elhúsinu og fylgist með bbc world. En bara með öðru auga. Hitt hvílir á tölvuskjánum.

29. jan. 2004

Nú er eiginlegri ritgerðarvinnu lokið. Eftir er hreinsunarstarf og viðbætir. Verð ekki lengi að því enda hef ég reynt að hreinsa upp draslið jafnóðum og gera við með reglulegu millibili.

Kannski, kannski förum við Kristján á borrellið í kvöld. Sjáum til hvað ég verð fljótur að hreinsa.

What about Bob?
Ritgerð dauðans. Átta stunda vinna eftir og þá er ég hættur. Og hvað tekur við. Jú, skóli á mánudag. Þetta verður massa fríhelgi hjá mér.
Ég er besta von fyrir óhuggulega, unga sjálfstæðismenn. Jú, strákar mínir ef ykkur vantar kærustur, sendið þær þá fyrst til mín og leyfið mér að búa með þeim um hríð. Ég get garanterað að þær koma hlaupandi til ykkar eftir skamma hríð. (Ég ætti kannski að stofan bisniss). Annars kyngir niður snjó hér í A'dam en merkilegt nokk er jörðin auð. Þetta er kallar maður nú frekar ræfilslegan snjóskratta.

How about bob?
11 geisladiskar hafa lagt leið sína um geislaspilarann minn í dag. Sá tólfti snýst nú um sjálfan sig, það er hann Miles sem fær að hjálpa mér að ljúka dagsverkinu. 14 tímar að baki í dag. Við tekur rekkjan og svo 14 tímar til viðbótar og þá ætla ég að hætta þessari vitleysu.

En fyrst klárum við Miles daginn. Ég sýð mér einn bolla af grænu tei. Sígó fyrir háttinn á meðan ég hamra inn svo sem eina Sellugrein.

Já, svona er Amsterdam í dag.

28. jan. 2004

Ég var rétt í þessu að klára kafla í ritgerðinni minni sem heitir því skemmtilega nafni Nicknames and power (kaflinn sko, ritgerðin heitir miklu flottara nafni: Nick, is that your real name?) hvar ég komst á svo mikið flug í femínískum hugleiðingum að ég held ég hafi slegið öll mín fyrri met. Í byrjun fjalla ég sakleyslega um tungumál og áhrif en svo skipti ég beint í þriðja og snerti á þeim athygli verða punkti að karla nota gælunöfn meir en konur og svo undir lokin kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi leið karla að nota gælunöfn sé enn ein leiðin til að vera ofan á í samfélaginu.

Full langt mál að rekja það hér hvernig ég kemst að þeirri niðurstöðu svo ég sleppi því. ... ... Nei annars. Ég rek það hér í örstuttu máli. Með því að nota gælunöfn, þ.e. að kalla fólk með gælunafni, er maður að setja viðkomandi á ákveðinn stall, undir sig þ.e. en um leið að fara inn fyrir ákveðin persónuleg mörk. Öfugt við það sem gerist þegar þú kallar einhvern með fullu nafni þegar þú skammar hann. Þá seturðu viðkomandi einnig á stall undir þig, en um leið heldur þú ákveðinni fjarlægð, eins og yfirvaldið. Með því að fara þá leið að nota gælunafn ertu í raun að villa á þér heimildir, Yfirvaldið sem stígur inn fyrir persónulegu mörkin, svona eins og úlfur í sauðagæru. Þetta á að sjálfsögðu við um aðstæður þar sem annar notar gæunafn en hinn ekki. Í aðstæðum þar sem báðir aðilar nota gælunafn er hins vegar um önnur áhrif að ræða að marka sig sem hluta af ákveðinni heild. Það er hin leiðin sem karlar fara, að kalla sig hver annan með gælunafni og sýna á þann hátt samstöðu. "Við erum þeir sem stjórnum. Það erum við sem köllum fólk með gælunöfnum".

Hvað um það. Þeir sem vilja vita meira verða bara að lesa ritgerðina mína.

En stelpur - passið ykkur á þessu klóka útspili karlanna. Þetta er ósköp laumulegt hjá okkur.

27. jan. 2004

Í gær fórum við danska parið, og má ekki skila að ég sé partur af dönsku pari, meira er ég svona þriðja hjólið í þeim félagsskap, til Mary sem hélt einskonar kveðjuhóf, sem haldið verður áfram á föstudaginn, hvar á að koma mér saman við hina bandarísku Alyssu, hvernig sem það á nú eftir að ganga. Nema hvað að þar sem ég er enn á lokasprettinum í ritgerðarvinnu ákvað ég að fara varlega í rauðvínið þarna í gær og lét mér nægja nokkur glös. Það skilaði þó litlu því að í morgun vaknaði ég upp með einn versta hausverk sem ég hefi upplifað. Og það er nú bara ekkert grín að ætla sér að vera próduktívur í ritgerðarvinnu þegar augun verða sár við að stara á skjáinn lengur en þrjár mínútur í senn og mann verkjar í hlustirnar við að heyra fingurna skella á lyklaborðinu. Afrakstur dagsins: Mestmegnis yfirvaraskeggið myndarlega sem ég hafði safnað síðustu vikuna.
Ég var að uppgötva helvít gott rappband frá Ástralíu sem heitir Blissneso - þetta er Snilld!!! OG það sem meira er þarna er á ferð Mr. Notley sem er einmitt bróðir Hennar Miss Notley hinnar Áströlsku!

Jamm - flowers in the pavement er drullugóður diskur!

Dagskrá dagsins:
Flowers in the pavement - blissneso
Under cover - Rolling Stones
Xeneizes - Quarashi
Paranoid & Sunburnt - Skunk Anansie
Are you gonna go my way - Lenny Kravitz
Silent is easy - Starsailor
Live au Berlin - Rammstein
In Utero - Nirvana
Ef einhvern langar til að senda mér Pathetic Me með Funerals má hinn sami gera það.

Ég er skíthaugur á tánum ég held ég fari í fótabað
Réttu mér vatnsglas ég ætla að henda því í gólfið og brjóta það
ganga svo á glerbrotum og skera mig í iljarnar
láttu mig vera ég geri það sem ég vil þarna
Þú er asni, kúkur aumingi
Þú hnýtir flugur eins og Jón Ingi
Eins og aparnir á Alþingi
sem kunna bara alls ekki
á mannleg samskipti
og það skiptir ekki máli hvort það sé framsókn eða samfylking
þetta er allt sama helvítis ruglið
tilgangslausta eilífðar þruglið
um niðurskurð og botnvörpur
þetta er orðið gott Hjörtur.

26. jan. 2004

Er blessuð Röskvan mín að sækja í sig veðrið á ný eftir bakslagið 2002? Jú, svo sýnist mér

Ein fyrir alla stendur Röskva styrkum fótum og hún spyrnir við er brotið er á þér!

Þetta er líklega hápunkturinn í textagerð Röskvubandsins, samið í bíl á 100 á Vesturlandsveginum áleiðis í stúdíó Svabba.

Ef þú kýst Röskvu, þá kýs Röskva líka þig. Komdu í partý syngjum saman þetta lag!
Það er botleðja í kaffibollanum mínum og nú spýtist hún út um hátalarana á skrifborðinu mínu. Rokk og ról á mánudegi beibí.

Þakka öllum sem hafa svarað spuringum um gælunöfn. Nú er þetta allt að koma kallinn. Svona svona.

Komið er babb í bátinn varðandi íbúðina í Köben. Foreldrar Christians lofuðu einhvurri danskri kvinnu hana næsta árið eða svo. Christian tók það ekki í mál og tilkynnti þeim formlega að Heine hefði forgang og að kvinnan danska gæti bara látið sér nægja íbúðina fram í september þangað til að ég tæki við ef ég tæki við. Svo nú sjáum við til hvað kvinnan danska segir.

Mig langar svo að fara að róla
en þú vilt alltaf fara að hjóla
og þú vilt alltaf fá að ráða
en ekkert rúmar okkur báða!

23. jan. 2004

Barátta Amsterdam og Köben heldur áfram í hausnum á mér. Nú er úr vöndu að ráða. Hvað segja lesendur þessara síðu. Hvað á maður að gera næsta haust?

Amsterdam - þekki bæinn og bráðum málið - líkar vel og hjér er nokkuð ódýrt - hörkuerfitt að finna húsnæði en er kominn með væntanlegan meðleigjanda - hina ítölsku Michelu. Eins árs prógram í mediastudies eða áframhald í linguistics.

Köben - Tja - kannast svo sem við bæinn - er að læra málið betur þessa dagana - kominn með húsnæði og þekki nokkra innfædda auka fjölda íslendinga á svæðinu. Tveggja ára nám í mediastudies.

Djöfulsins snillingur er maður. Setti upp tölvuna á ný og dröslaði upp internetinu aftur. Jájá... tölvugúru bara.

Svo Hjössi er aftur álínu. Unaður sem aldrei fyrr. Og verður það aldeilisis notaðað núnú.

Í gær fórum við Michela á kvikmyndahátíð í Rotterdam. Sáum átta ræmur - tja ég svaf reyndar af mér eina. Ég verð bara að deila með ykkur lýsingunum á myndunum: On the Mountain Time flies and snow falls on the ground. On the Chinese mountain they pick tea. This beautifully shot peasant drama is atmospheric and documentary, but fortunately also often funny. And it look so idyllic. Life is hard. Especially on the mountain. Tja. Svo sem allt satt nema thetta með snjóinn. Sá ekki snjókorn falla í allri myndinni.

The Apple Comic parable about a man and an apple. Jú, satt. Fyndið og fjallaði um mann og epli.

Irreverible Mid-length South Korean film about a man, a woman and a third person. Told and acted in a mysterious way. Satt þetta með kall og konu og þriðja aðila. Ekkert þó um mystík í þessu. Óköp plein

Jamm - Rotterdam er ekki falleg borg.

Vei

19. jan. 2004

Tolvan hrundi - og nu sit jeg i tolvuverinu nidri i skola. Nadi med thrautsegju tho ad lima saman tolvuna og nadi ad bjarga ollum minum skjolum en hef ekkert internet a moti. Thad reddast tho vonandi.

Hvad um thad. Nu er komin ny stada upp: Jeg gati verid a leid til Koben a naista ari. Christian tharf ad leigja ibudina sina og hefur bodid mjer hana a kostakjorum. Einnig fann jeg spennandi nam i media and communication studies thar i bai.

Thett tharf jeg ad akveda fyrir 15. feb.

Hinn moguleikinn er ad fara ad leigja med Michelu hinni itolsku og kannski Mitu hinni bresku hjer i Amsterdam.

Uff puff


9. jan. 2004

Helvístis pestarbæli þetta land. Suss. Ligg hér lasinn og get vart andað fyrir kvefi. Maður má varla stinga hér niður fæti öðruvísi en að verða bara veikur eins og kúkur.
Svo er hvítmygluostur hér 317% dýrari en í Hollandi. Hvað er vit að hanga á skeri sem býður bara upp á kvef og dýran ost. Oj!

7. jan. 2004

Ehm. Nú eru bara fimm daga þangað til að ég fer heim. Heim sko til Amsterdam. Ég sakna nú litlu sætu borgarinnar minnar. Hún er nú alveg ágæt blessunin. En Reykjavík líka. Jájá. Svona er nú það.

Þorri. Eigum við. Eigum við. Eigum við að fara heim til þín. Að horfa á vídjó. Ég splæsi popp og kók. Þó ég eigi engan aur. Rallarei.

Ég sé í hausinn á Þorra. Hann situr og hamrar á lyklaborðið. Eða það held ég amk. Ég sé náttla ekki puttana á honum. Kannski er hann bara að spila á píanó í þyKjustunni, eða að hljóðblanda. Það er svolítið gaman fylgjast með honum Þorra. Hann er svo fallegur og ég elska hann svo mikið. ÉG ELSKA HANN SVO MIKIÐ!!!!!

5. jan. 2004

Hversvegna skyldi það nú vera að í íslenska faðirvorinu er Guð þúaður en bænarinn (eða hvað hann nú heitir sem biður) þérar (vérar?) sjálfan sig?

Hvað um það. Að koma svona óvænt til landsins verður til þess að maður er vinsælasti maðurinn á svæðinu. Jú, allir verðað eitthvað svo ekstra glaðir að sjá mann.

Næst á dagskrá. Lín-mál. Ritgerð. Snjóbretti.
Ísland

Snjór og svona. Sirkus náttúrulega. Æi. Hvað um það...