30. jún. 2004

Grikkir eru sörprice EM -

En hvernig fer í kvöld er ómögulegt ad spá. Ég verd náttla á Rembrantsplein í hollensku landslidstreyjunni og styd mína thjód. En Portúgalir er haettulegir - og sýnt miklu betri takta en Hollendingar thad sem af er.

Nei - engu verdur spád, nema: fari thetta í vítaspyrnukeppni thá tapa Hollendingar. Sagan verdur jú ad endurtaka sig!

29. jún. 2004

Fyrir um tíu árum keypti ég mér diskinn Too High to Die með Meat Puppets. Hann átti ég í rúma viku þar til einhver stal honum af mér í partý. Nú fann ég stykkið í einni af betri hljómplötuverslunum í Amsterdam og hann hefur svona verið að snúast um sjálfan sig í græjunum mínun undanfarið. Og hvílík snilld!

Þess má geta að Nirvana gerðu þetta band líklega frægt á Unplugged tónleiknum sínum, þegar þeir spiluðu þrjú lög, Oh me, Lake of Fire og ... Plateau var það víst, með hjálp Cris og Curt Kirkwood, bræðranna í Meat Puppets. Að minnsta kosti er talið að Curt Kirkwood geti sest í helgan stein vegna stef-gjaldanna af Ungplugged. Tónlist Meat Puppest er þó harla ólík tónlist Nirvana, þó vissulega megi heyra áhrif Meat Puppets í sumum laga Kurt Cobains.

Nei, vildi bara svona deila þessu með ykkur.
Hæ - ritgerðaskil á oggó. Nú er bara að bíða eftir að fá hana úr prófarkalestri, laga hitt og þetta í samræmi og dúlla sér í að setja upp appendixana og svo skila þessu bara.

Eftir það get ég byrjað í nýju vinnunni. Sem reyndar er bara vikuverkefni. Jú, ég er eitthvað að fara að semja AutoCorrect lista fyrir Microsoft. Fyrir það fær ég andvirði tæpra tveggja mánaða leigu hér í bæ. Sem merkir: Sumrinu mestmegnis bjargað.

28. jún. 2004

Ég hélt að síðustu tvo tímana hefði ég verið að niðurhlaða Buggs Bunny - Christmas carol en nú sé ég að það sem er í raun og veru að hlaðast niður hjá mér er eitthvað sem kallast "sleeping girl gets ass fucked by two guys" og það eru níu mínútur og sjö sekúndur eftir. Tja, held ég þrýsti nú bara á cancel download.

jájá, blessað internetið.

klausturvegur hljómar þó áfram on er sungið um þær byrðar sem við strákarnir þurfum að axla.
Ekki veit ég hvort að eitthvað hafi glatast í þýðingunni. En ef svo er ekki þá er þetta nú ein slugsalegasta ræða sem ég hefi séð.

Annars hljómar nú bara klausturvegur hérna hjá mér um snemmnótt. Ég er ósköp þreyttur orðinn. En búinn að skrifa það sem ég ætlaði mér í ma-verkefninu. Nú er bara eftir sparðatínsla sem er heldur óskemmtileg. Og svo: bara standandi partý

iss piss og pela mál ..ég ætla að horfa á 1984

bless

27. jún. 2004

Ég hef komist að því að það er alls ekki svo óhagnýtt að hafa íslenskumenntun.



Jú, hvað sagði ég: Hollendingar ná Svíum naumlega. Tæpara gat þetta ekki orðið. Það mátti varla á milli sjá hvorir voru betri í gær, Svíar eða Hollendingar. Hollendingar voru hins vegar langt frá sínu besta og munu ekki eiga séns á móti frísku liði Portúgala ef þeir halda þessu áfram.



Talandi um Portúgali. Hin portúgalska Sofia ætlar að elda salfisk í kvöld og mér er boðið, enda ekki óvinsæll. Ég þykist nokkuð viss um að saltfiskurinn sé íslenskur, keyptur frá Lissabon. Ég mun að minnsta kosta halda því fram í kvöld, það er ef fiskurinn er bragðgóður. Annars mun ég að sjálfsögðu vísa honum aftur til föðurhúsanna.



Leikurinn í kvöld: Tja, ég held með Tékklandi og langar alveg til að fá þá í úrslit.

26. jún. 2004

hahahahæ!!


[EM blogg]

Grikkir, Grikkir, Grikkir. Þetta er að snúast upp í fjörugustu EM í áraraðir. Ítalía -> út. Þýskaland -> út. England -> út. Frakkland -> út.

Mögulegir Evrópumeistarar:

Svíþjóð, Holland, Tékkland, Danmörk, Portúgal, Grikkland.

Ég spái og vona að Holland vinni frændurvoraSvía í kvöld.

Ég segi nú ekki annað

[EM bloggi lýkur]

Ég datt inn á www.georgebush.com áðan. Þar er eitt undalegasta vídjó að finna (beinn linkur )
Kíkið á þetta og segið hvað ykkur finnst. Er þetta ekki dáldið biluð áróðursmynd. Ég hélt fyrst að þetta væri fyrir demókrata. Magnað!

25. jún. 2004

[enn af EM - sýnið þolinmæði aðeins nokkrir dagar eftir]

Váááá

Mesti töffarinn á EM til þessa er án efa portúgalski markvörðurinn Ricardo. Ekki nóg með að verja berhentur vítaspyrnuna frá Vassell heldur skoraði hann sjálfur úr krúsjal spyrnunni í kjölfarið.

Jú, þetta var leiðinlegur leikur framanaf. Varð fyrst spennandi á 84. mínútu. Og svona líka spennandi.

En ég spáði náttla rétt fyrir um úrslitin og Portúgalir komnir áfram, gegn Hollendingum spái ég. En í kvöld eru það Grikkir. Ég spáði Frökkum sigri. Hins vegar ætla ég að sjálfsögðu halda með Grikkjum í kvöld, bara til að stríða Frökkunum þremur hér í húsinu (og náttúrulega líka til að ganga í augun á Höru og Sofiu, grísku gyðjunum).

[EM umfjöllun lokið]

Annars rambaði ég á, fyrir algera tilviljun, þrjá íslenska góðvini mína á Kalvertstraat í gær. Þetta er nú ekki stór heimur. En nú er getraunin, hverjir voru Íslendingarnir þrír sem voru að spássera á Kalvertstraat í gær?

24. jún. 2004

Tölvuver => skortur á Íslenskum leturtáknum.

Afhverju eru breidir sérhljódar kalladir breidir, á móti grönnum thá. Fyrir thví eru engin hljódfraidileg rök sem ég finn.

Annars sit ég hér í tölvuverinu í kjölfar vel heppnads fyrirlestur míns um verkefnid mitt. Fékk bönns af gódum spurningum sem ég átti nú ekki í vandraidum med ad svara enda helsti sérfraidingur Háskólans í Amsterdam um ordraiduagnir í íslensku.

Ad thví loknu fórum vid nokkur ad Prinsengrach til ad skoda tilvonandi híbýli. JÖVLANS ANDSKOTANS SNILLD

Vid hlidnámér situr snót, fögur sem vorblóm í haga, og skrifar sem hún eigi lífid ad leysa, enda ritgerdaskil hjá flestum 30 jún. En ég sá ádan hjá henni ad hún er ad skrifa um ritgerd med titlinum: Nationalisme in Oosteuropa, rechts of links, sem merkir Natíónalismi í Austur-Evrópu, haigri eda vinstri --- gód spurning

23. jún. 2004

Hvað get ég sagt!

Tveir frábærir leikir. Tvenn frábær úrslit!

Holland sýndi sitt rétta andlit, fyrir utan þegar þeir skoruðu úr vítaspyrnu (sem er sjaldgæft). Tékkar héldu áfram yfirferð sinni um Evrópu og bræddu þýska seiglustálið!

Nú er að sjá hvernig spá mín rættist

Spánn >>> Portúgal
Portúgal >>> Grikkland

Frakkland
England

Ítalía >>> Svíþjóð
Danmörk

Tékkland
Holland

Jú, ég myndi segja að mér hafi gengið óskaplega vel. Fimm af átta, af þeim átta sem ég spáði áfram voru sex rétt. Svíþjóð og Grikkland komu á óvart. Eða voru það Ítalía og Spánn sem komu á óvart?

Engu síður hér kemur framhaldið:

Ég sagði Spánn England. Niðurstaðan Portúgal England. Ég sagði Portúgal Frakkaland. Niðurstaðan Grikkland Frakkland. Ég sagði Ítalía Holland. Niðurstaðan Svíþjóð Holland. Ég sagði Tékkland Danmörk. Það var rétt.

Þá er það spáin.

Portugal vinnur England, þrátt fyrir Rooney. Frakkland vinnur Grikkland. Holland rétt nær Svíþjóð og Tékkar halda áfram sigurgöngu sinni.

Þetta þýðir: Portúgal - Holland og Frakkland - Tékkland.

Ég ætla að leggjast undir feld áður en ég spái um framhaldið
Ég veit ekki hvort það segir meir um aldur minn eða Þórdísar að ég man bara eftir örfáum hlutum af því sem hún telur upp og er þar boltaísinn eftstur á blaði en líka hermannaskór í vinnufatabúðinni, og jú líka sædýrasafnið og gamla Hressó (sem var einmitt fyrsti skemmtistaðurinn sem ég komst inn á, 15 ára gamall).

Hins vegar fór ég að rifja upp æsku og unglinsárin (sem reyndar er nú varla lokið) og þetta kom upp:



Tommaborgarar á Lækjartorgi
Ekkert sjónvarp á fimmtudögum (en aðra daga horfði ég á það svarthvítt)
Fyrsta útsending Rásar Tvö
Jón Gústafsson
Tónabíó
Glæsibær var ein af stærri verslunarmiðstöðvum landsins
Karnabær
Nýja Bíó var bíó
Tíkall var seðill
Bryndís Schram sá um Stundina okkar

jájá

Og svo nokkrir hlutir sem slæðast með en eru reyndar spánnýir en virðast ævafornir afþví að þeir eru svo yndislega hallærislegir:

Á tali hjá Hemma Gunn
Borgarkringlan
Stöð þrjú
HM í handbolda '95
Telnet-póstur hjá HÍ
Brjótum Ísinn - tónleikarinir í Kaplakrika
Utanlandsferðir nýttar til Levi's buxnakaupa
[Af EM]

Skandinavískt jafntefli! Eða: Skandinavískur sigur!

Jú, úrslitin í C-riðli voru svo sannarlega óvænt, en skemmtileg. Ítalir úti, lækkar í þeim rostann!

Danir mæta svo Tékkum, sem eru búnir að vinna D-riðil sama hvernig fer í kvöld. Spurningin er bara hvorir lenda á móti Svíum, Hollendingar eða Þjóðverjar. Ég held með Hollendingum í þessari keppni eins og öðrum stórmótum. Til að þeir komist áfram verða þeir að vinna Letta í kvöld og stóla á að Þjóðverjar vinni ekki Tékka. Jafntefli í þeim leik er reyndar nóg til að Þýskaland detti út, nái Hollendingar sigri á móti Lettum, sem fyrr segir. Einn annar möguleiki er fyrir Hollendinga en það er að þeir landi jafntefli en Þjóðverjar tapi. Þá verða Hollendingar og Þjóðverjar jafnir með tvö stig og þar sem þeir gerðu jafntefli á móti hvor öðrum yrði það markatala sem réði. Slíkt einvígi væri í vil Hollendinga sem hafa skorað þrjú mörk á móti einu marki Þjóðverja.

Ég vil engu spá um hvernig fer, nema ég spái sigri Hollendinga á móti Lettum, 2-1. Og svo vona ég bara að Þjóðverjinn tapi, enda töff fyrir Tékka að ná fullu húsi stiga.


Annars er blómleg tíð í vændum. Fékk verkefni á Íslandi í lok júlí. Kem væntanlega til landsins beint í kjölfar heimsóknar Lúllus og Lailus!!!

22. jún. 2004

Er ég augasteinninn minn?

Fyrir rúmu ári síðan var lífið andstyggilegt og ljótt. Nú er það hátið á hverjum degi.

er ekki til eitthvað sem heitir bjartsýnisverðlaun Bröstes? Ég hef aldrei kynnt mér út á hvað þau ganga. Minnir að stórmenni eins og Sigrún Eðvaldsdóttir og Einar Már Guðmundsson hafi hlotið þau einhvern tíma? Jæja, ég er með góðan kandídat í huga fyrir næstu útnefningu!

Fékk til bakar ritgerðina frá leiðbeinandanum, Ingridi. Hún horfði á mig alvarlegum augum þegar ég kom á hennar fund í dag. "I have no negative comments" sagði hún og henti pappírunum í mig. Onei, næstu dagar fara því bara í dúllerí og fíniseringar og svo skila ég dásemdinni eftirf viku. Þá ætla ég að fara á barinn.

Og, jú - búinn að fá tilboð um huxanlega smávinnu á íslandi í sumar. hljómar gott!

21. jún. 2004

Club27.blogspot.com hefur nú heldur betur tekið við sér.

Dagurinn pródúktívur og sólin skín.

Á morgun: framtíðin og svona

Sjálfur er ég bara kálfur, enda oftast hálfur

skjáumst


Annar er jeg nu eiginlega ad stela thessum myndum fra finni!! fyrirgefdu vinurinn minn

N? vantar mig bara digital myndav?l !!!!

Hmm - en ?etta? Posted by Hello
Hmm - þetta er eitthvað skrítið Posted by Hello
ii er hafnfirska

jii veit ég ekki hvað er

jii, samviska mín þolir greinilega ekki helgarfrí. máski þarf ég svona afvötnun. get ekki bara tekið heila helgi kóld törkí. "Hvað ertu að tala um Hjörtur?". Júmm - ég gat ekki sofið alminniliga í nótt. Vaknaði korter í sex eftir hnökraðan svefn. Lá bara uppí rúmi og hugsaði um fúnksjónir sko. Held að þetta hafi verið fráhvarfseinkenni. Búinn að sitja mestmegnis í fjórtán daga samfleytt límdur við rigerðaskrif og tek mér svo bara helgarfrí upp úr þurru.

Onei - hljóp á fætur klukkan sex og hlammaði mér fyrir framan tölvuna. Svona eins og að fá sér smók eftir tveggja daga frí, smá svimi í fyrstu en svo bara NAUTN.

Með góðri hjálp rásar eitt og espressós - það er náttla bilun að sija uppréttur klukkan átta að morgni með súran maga eftir fjóra bolla af esspresso - vá - ég verð að passa mig - finn að ég er svona full ör eitthvað - anda inn anda út - hvernig er það - er ekki morgunleikfimi ennþá á rás eitt á morgnana. bíða eftir henni - þangað til - anda inn anda út

20. jún. 2004

Ég gerði ekki ráð fyrir markatölueinvíginu hjá Grikkjum og Spánverjum. Engu síður, glæsileg niðurstaða í A-riðli. Portúgalir efstir og Grikkir í öðru. Það merkir, gang spá mín fyrir B-riðil eftir, að Portúgalir mæta Englendingum og Grikkir mæta frökkum. Ég verð nú að gera ráð fyrir sigri Frakka á Grikkjum en Portúgal-England er erfitt að spá fyrir um. Tjái mig meir um það eftir leikina á morgun.
Ég var svona að spá hvort ég eigi að gera þetta að svona EM bloggi svona fram yfir fjórða júlí.

En jú er það ekki bara:

Ég var svona búinn að gera ráð fyrir að eftirfarandi lið kæmust upp úr riðlum:

Spánn
Portúgal

Frakkland
England

Ítalía
Danmörk

Tékkland
Holland

Sem myndi þýða að Spánn mætti Englandi, Portúgal mætti Frökkum, Ítalía mætti Hollandi og Tékkar mættu Dönum.

Sem aftur þýddi Spánn, Ítalía og Frakkar og Tékkar

Sem þýddi stórleikinn Ítalía og Frakkar

Sem þýddi Frakkar evrópumeistarar 2004

Til að þessi spá mín standist verða Portúgalir gera jafntefli við Spán í dag og Grikkir að tapa fyrir Rússum. Vinni Portúgalir komast þeir uppfyrir Spán og myndu þá mæta Englandi samkvæmt fyrri spá, það er fari svo að Grikkir tapi í dag. Vinni Grikkir hins vegar, verða þeir efstir (vinni Portúgal, sem fyrr segir) þá myndu Portúgalir mæta Frökkum en Grikkir myndu mæta Englendingum.

Frakkland - England: Spáin virðist ætla að ganga eftir en til að svo verði, verða bæði amk að halda jöfnu í næsta leik sínum. Fari svo að England vinni sinn leik en Frakkar haldi jöfnu kemst England yfir Frakka.

C-riðill er mjög óöruggur. Hin óvænta staða í þessum riðli er að Skandinavíu liðin tvö tróna yfir hinum tveimur. Ef Ítalir ætlar að komast upp úr riðlinum verða þeir að sigra Búlgara í næsta leik og annaðhvort Skandinavíuliðanna að sigra/tapa. Ómögulegt er fyrir Ítali að vinna riðilinn úr þessu. Haldi Skandinavíuliðin jöfnu (og vinni Ítalii Búlgara) verða liðin þrjú jöfn. Þá er innbyrðis sigur látinn ráða. Þar sem Svíar unnu Ítali myndu þeir enda efstir en markatala myndu ráða úrslitum á milli Dana og Ítala. Til að tryggja sig verða því Ítalir að vinna Búlgari stórt og vona að Annaðhvort Skandinavíu liðanna sigri/tapi.

Ég spáði að Hollendingar lentu í öðru sæti í sínum riðli. Til þess að svo verði verða þeir að sigra Letta, ellegar að halda jöfnu. Hvort heldur sem er yrðu Tékkar þá að vinna Þjóðverja. Haldi Hollendingar jöfnu gagnvart Lettum og Þjóðverjar tapi yrðu Hollendingar og Þjóðjverjar jafnir. Þar sem liðin skildu jöfn í leiknum sín á milli yrði markatala látin ráða. Núll tap hjá þjóðverjum væri því óskandi af hálfu Hollendingar.

Svo nú er bara að bíða og sjá. Ég mun endurskoða spá mína að lokinni riðlakeppni. Sem stendur er enn sjens á öllu réttu nema að Ítalir og Danir þyrftu að svissa á sætum og þar með keppinautum í áttaliðaúrslitum.

Þar sem ég mestmegnis er að bíða eftir að fá ritgerðina aftur frá leiðbeinandanum mínum hefur helgin farið í hluta slappaflesi og hluta gerahlutiseméghefekkimáttveraaðaðgeravegnaritgerðarvinnu, tam að gera við hjólið mitt, þrífa herbergið og undirbúa flutning með að fleygja dóti sem ég hef ekkert að gera við.

Og líka að taka til í þessu bloggi - hreinsað í linkasafni, bætt við og sett fólk á skilorð.

19. jún. 2004

Það er eplailmur og ítölsk kona í herberginu mínu. Ég sit í jasperstólnum. Jasperstóllinn markar ný tímabil í mínu lífi.

Afmælisdaginn minn síðasta buðu Christian og Louise mér með þeim til Leiden að heimsækja vini sína sem þar búa. Þá höfðum við þekkst í tvo daga og vorum svona að þreifa hvers annars persónuleika. Jasper heitir drengur, vinur hins danska pars. Átti hann stól einn myndarlegan en bauð christian hann að gjöf, þar sem sjálfur hafði hann ekki pláss fyrir hann á framtíðar heimili sínu hver hann var í þann mund að fara að flytja. Þáði Christian boðið og þá um nóttina fórum við þrjú, ásamt stólnum, aftur til Amsterdam. Jasperstóllinn er nokkuð stór og tekur talsvert í eftir nokkurn burð. Svo við Christian skitpumst á að bera hann - fyrst frá heimili Jaspers að lestarstöðinni í Leiden og svo frá Amsterdam-Sloterdijk. Í allt um fjörutíu mínútna labb.

Og nú er stóllinn í herberginu mínu, en ég var arfleiddur af honum eftir að Christian og Lousie fluttu aftur til Danmerkur nú í vikunni.

Ég vona að Jasperstóllin marki ekki lok vináttu okkar þriggja líkt og hann markar upphaf hennar.
Mikið var gaman að sjá búlgarana rassskellta í gær... andskotans aumingjar náttúrulega!

Mikið væri líka gaman að ítalir dyttu út - þó að Michela verði líklega ekki glöð

en þá að minnsta kosti yrðu ekki endurteknar hörmungarnar frá síðasta em!

17. jún. 2004

Það var þá sem hann mundi: 17 júní er frídagur á Íslandi.
Það er skondið að bera saman fyrirsagnir í dag á mbl.is annarsvegar og hinsvegar á ruv.is

ruv.is:

Gallup: Forsetinn fengi 90% atkvæða
Ólafur Ragnar Grímsson er með tæplega 90% fylgi þeirra sem afstöðu taka samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Baldur Ágústsson mælist með tæplega 10% fylgi og Ástþór Magnússon með tæplega 1% fylgi.

mbl.is:

Fimmti hver kjósandi styður engan frambjóðendanna
Rúmlega 71% kjósenda segjast styðja Ólaf Ragnar Grímsson vegna forsetakosninganna eftir 10 daga samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði á fylgi frambjóðenda.


Jú - það eru til nokkrar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.

16. jún. 2004

Þá veit ég hvernig er að fá í sig 220 volta straum. Er ekki búinn að losna við skjálftann nú hálftíma síðar og er með málmbragð í munninum og stokkbólginn þumalfingur. Ég ætla alveg að láta vera að prófa þetta aftur.
Vaknað full seint í dag - einkum vegna þess að kvatt var Kristján og Lovísu í gær. Þau fara, eldsnemma í fyrramálið, heim til Danmerkur.

Það eru erfiðar stundir framundar. Ekki laust við hryggð í hjarta.

15. jún. 2004

Ég bið búlgörsku þjóðina að afsaka ummælin í síðustu færslu. En það er svo sem ekki mér að kenna að ég hata ykkur!

Fyrir stuttu sat ég á klóstinu og skeit. Klósettin hér í Hollandi eru flest þeirrar tegundar að ofan við sjálft niðurfallið er sylla ein dágóð. Á þá syllu varpar maður hægðum sínum. Áður en sturtað er getur maður því virt fyrir sér dágóðan fjallbunka hægða sinna af stolti og sagt: þetta gerði ég, þetta er mitt verk!

Talandi um hægðir (sem svo oft áður): Mikið hefði ég viljað vera tilraunadýr í þessari rannsókn.

14. jún. 2004

haha og hæ fjögur núll




djöfull voan ég að að helvítis búlgararnir hengi sig að leik lokum




drullupésar
Jú - loksins er í gangi alminniligur leikur - bráðskemmtilegur og svíarnir geisla af gleði - sér í lagi nú, nýbúnir að stanga boltann í markið á tveimur mínútum - einhver Larsson, kúl gi, soldið eins og vin diesel .. eða hvað hann nú heitir

hvað um það aftur að ritgerðasmíðum (ég er búinn að þróa með mér fína tækni að skrifa og horfa á fótbolta í einu, það er ég einmit að gera núnaQQQ (ahh... allt nema spurningamerkin rétt!!)
reynum aftur , hvernig gengur þetta,,, hahaha siggi girumr ætti að sjá mign únaQQQ+

ah.. ekki eins gott
einu sinni enn:

j´ja siggi gormur, þú sagðir að ég gæti aldrei lært blindskriftQ!!!!
já - em í fótbolta - hefur byrjað með leiðinlegustu leikjum mögulegum - fyrir utan síðustu tvær mínúturnar í gær í leik frakka og englendinga

vann til klukkan fjögur í nótt til að vinna upp tapaðar síður - það tókst

ég var að hugsa um að gerast atvinnumaður í ritgerðasmíð

kláraði OT ritgerðina á einum og hálfum degi - 16 síður - ekki slæm afköst það

hvað um það

13. jún. 2004

Sá ánægjulegi atburður gerðist nú fyrir stundu að ég eyddi mastersverkefninu mínu þegar ég ætlað að bakka stykkið upp. Svo skemmtilega vildi til að ég gerði bakkupp fyrir þremur dögum, svo að einungis þriggja daga vinna er fyrir bí!

Já, og hvernig líður þér í sálinni barnið mitt?

Ja, við skulum orða það svona: NIRVANA er komin á fóninn á fullu blasti. Svo sjáum við hvað setur!

12. jún. 2004

Sit hér og horfi á sjónvarpið með öðru en tölvuna með hinu. Ég er að lesa grein um you know, líklega síðasta greinin sem ég les um það í bili. við hlið mér situr ítalska stúlkan og horfir á sjónvarpið með báðum. Spánn er að spila við Rússland, en leikurinn er ekki skemmtilegur, staðan er enn núll núll.

En eftir tíu mínútur hefst myndin LÖMBIN ÞAGNA sem kallast á frummálinu SILENCIO DEL LAMBOS er það ekki?

Ég var leiðréttur rétt í þessu. Hún heitir SILENZIO DEGLI INNOCENTI! En ég var nálægt!!

Hvað um það - 11 dagar í skil. Ég skil!!

10. jún. 2004

Við Ritgerður höngum bara inn í herbergi þessa dagana og kelum. Þetta samband felur reyndar í sér þá löngum að vilja helst bara vera í burt hvort frá öðru, eða amk ég frá henni. Allt voða sorglegt. En það er vegna þess að ég á mér hjákonu sem ég vil miklu heldur vera hjá, það er nafna hennar, Rigerður Mastersdóttir sem ég vil miklu heldur eyða tíma mínum með, amk út mánuðinn, þá er spurning hvort ég haldi ekki áfram sambandi mínu við konu af holdi og blóði. Það er þó að minnsta kosti hægt að kyssa hana!

9. jún. 2004

Justin Timberlake í græjunum. Snáðinn hljómar bara alveg eins og Mick Jackson. Talandi um það:

MIG VANTAR EINHVERN TIL AÐ LESA YFIR SIRKA 50 BLAÐSÍÐUR Á ENSKU STRAX UPP ÚR 20 JÚNÍ. ER EINHVER SKJÓTVIRKUR ENSKUPRÓFARKALESARI ÞARNA ÚTI. BARA SVONA HRÁYFIRLESTUR SKO. LÁTI SÚ/SÁ HIN/HINN SAMI/SAMA MIG VITA.

Segjum þetta

blessaður
Hjörtur
Ný dönsk hljómar úr stereóinu og gamall danskur í glasi mér við hlið. Eða svoleiðis gæti það verið. Ég átti langt og innihaldsríkt samtal við Ingridi van Alphen í dag. Sú kona er leiðbeinandinn minn í mastersverkefninu. Hún tjáði mér, eftir að hafa lesið fyrstu drög að verkefninu að það væri fín vinna. "Fine work", eins og hún sagði, "Keep up the good work and hand in the final version in two weeks". Svo nú er bara að sitja við í tvær vikur og þá er maður kominn í sumarfrí og tja bara orðinn master (vonandi).

Annars spurði hún mig hvort fjölskyldan mín og vinir myndu ekki mæta í útskriftina mína, sem er eiginleg mastersvörn. Tja, sagði ég og klóraði mér í hausnum.

7. júlí ef einhver hefur áhuga! Þess má geta að ekki er dýrt að ferðast á milli Reykjavíkur og Amsterdam. Koma svo!

Ég æfði leiðina frá Prinsengracht og í skólann í dag. Leiðin er ekki löng, liggur suður Prinsengracht, fram hjá Anne Frank museum og Westerkerk (fyrir ykkur sem þekkið til) og svo beygt austur á Reestraat, Hartenstraat og Molenstraat, sem saman eru kallaðar Ninestreets. Svona kúl verslunargötur í hjarta miðbæjarins.

jæja ekki þýðir að þrugla - bezt að ritgerðast - ahhhh Ný dönsk heldur áfram að hljóma. Sá gamli búinn!
Ný dönsk hljómar úr stereóinu og gamall danskur í glasi mér við hlið. Eða svoleiðis gæti það verið. Ég átti langt og innihaldsríkt samtal við Ingridi van Alphen í dag. Sú kona er leiðbeinandinn minn í mastersverkefninu. Hún tjáði mér, eftir að hafa lesið fyrstu drög að verkefninu að það væri fín vinna. "Fine work", eins og hún sagði, "Keep up the good work and hand in the final version in two weeks". Svo nú er bara að sitja við í tvær vikur og þá er maður kominn í sumarfrí.

Annars spurði hún mig hvort fjölskyldan mín og vinir myndu ekki mæta í útskriftina mína, sem er eiginleg mastersvörn. Tja, sagði ég og klóraði mér í hausnum.

7. júlí ef einhver hefur áhuga! Þess má geta að ekki er dýrt að ferðast á milli Reykjavíkur og Amsterdam. Koma svo!

Ég æfði leiðina frá Prinsengracht og í skólann í dag. Leiðin er ekki löng, liggur suður Prinsengracht, fram hjá Anne Frank museum og Westerkerk (fyrir ykkur sem þekkið til) og svo beygt austur á Reestraat, Hartenstraat og Molenstraat, sem saman eru kallaðar Ninestreets. Svona kúl verslunargötur í hjarta miðbæjarins.

jæja ekki þýðir að þrugla - bezt að ritgerðast - ahhhh Ný dönsk heldur áfram að hljóma. Sá gamli búinn!

8. jún. 2004

Staðan er þessi:

Það er full heitt hér í bæ. 29 gráður eða svo. Ég er ósköp feginn að vera með herbergi í norðuhluta hússins. Í suðurhlutanum er óbærilegt. Sit nú við vinnu mína á nærbuxunum og fullt glas af límónaði. Vona að hitinn fari að stilla sig á næstu dögum. Það verður ekki gaman að þurfa að sitja inni við tölvu ef þetta heldur áfram svona.

Annars kíkti ég á tilvonandi híbýli mín áðan. Tja hvað get ég sagt? Hmm, kannski bara: Jibíííiííííííí! veiveiveiveiveivei! Húrra! vávává. Amm.... farinn að lesa fyrir Finn!

Bless....


Ég verð að laga hikstann í netengingunni minni ... þetta er ekki hægt!

7. jún. 2004

Nettenging mín er með hikkkksta sem veldur því væntanlega að ég poppa upp og niður á skjánum hjá MSN félögum mínum.