Er ég augasteinninn minn?
Fyrir rúmu ári síðan var lífið andstyggilegt og ljótt. Nú er það hátið á hverjum degi.
er ekki til eitthvað sem heitir bjartsýnisverðlaun Bröstes? Ég hef aldrei kynnt mér út á hvað þau ganga. Minnir að stórmenni eins og Sigrún Eðvaldsdóttir og Einar Már Guðmundsson hafi hlotið þau einhvern tíma? Jæja, ég er með góðan kandídat í huga fyrir næstu útnefningu!
Fékk til bakar ritgerðina frá leiðbeinandanum, Ingridi. Hún horfði á mig alvarlegum augum þegar ég kom á hennar fund í dag. "I have no negative comments" sagði hún og henti pappírunum í mig. Onei, næstu dagar fara því bara í dúllerí og fíniseringar og svo skila ég dásemdinni eftirf viku. Þá ætla ég að fara á barinn.
Og, jú - búinn að fá tilboð um huxanlega smávinnu á íslandi í sumar. hljómar gott!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli