Ég var svona að spá hvort ég eigi að gera þetta að svona EM bloggi svona fram yfir fjórða júlí.
En jú er það ekki bara:
Ég var svona búinn að gera ráð fyrir að eftirfarandi lið kæmust upp úr riðlum:
Spánn
Portúgal
Frakkland
England
Ítalía
Danmörk
Tékkland
Holland
Sem myndi þýða að Spánn mætti Englandi, Portúgal mætti Frökkum, Ítalía mætti Hollandi og Tékkar mættu Dönum.
Sem aftur þýddi Spánn, Ítalía og Frakkar og Tékkar
Sem þýddi stórleikinn Ítalía og Frakkar
Sem þýddi Frakkar evrópumeistarar 2004
Til að þessi spá mín standist verða Portúgalir gera jafntefli við Spán í dag og Grikkir að tapa fyrir Rússum. Vinni Portúgalir komast þeir uppfyrir Spán og myndu þá mæta Englandi samkvæmt fyrri spá, það er fari svo að Grikkir tapi í dag. Vinni Grikkir hins vegar, verða þeir efstir (vinni Portúgal, sem fyrr segir) þá myndu Portúgalir mæta Frökkum en Grikkir myndu mæta Englendingum.
Frakkland - England: Spáin virðist ætla að ganga eftir en til að svo verði, verða bæði amk að halda jöfnu í næsta leik sínum. Fari svo að England vinni sinn leik en Frakkar haldi jöfnu kemst England yfir Frakka.
C-riðill er mjög óöruggur. Hin óvænta staða í þessum riðli er að Skandinavíu liðin tvö tróna yfir hinum tveimur. Ef Ítalir ætlar að komast upp úr riðlinum verða þeir að sigra Búlgara í næsta leik og annaðhvort Skandinavíuliðanna að sigra/tapa. Ómögulegt er fyrir Ítali að vinna riðilinn úr þessu. Haldi Skandinavíuliðin jöfnu (og vinni Ítalii Búlgara) verða liðin þrjú jöfn. Þá er innbyrðis sigur látinn ráða. Þar sem Svíar unnu Ítali myndu þeir enda efstir en markatala myndu ráða úrslitum á milli Dana og Ítala. Til að tryggja sig verða því Ítalir að vinna Búlgari stórt og vona að Annaðhvort Skandinavíu liðanna sigri/tapi.
Ég spáði að Hollendingar lentu í öðru sæti í sínum riðli. Til þess að svo verði verða þeir að sigra Letta, ellegar að halda jöfnu. Hvort heldur sem er yrðu Tékkar þá að vinna Þjóðverja. Haldi Hollendingar jöfnu gagnvart Lettum og Þjóðverjar tapi yrðu Hollendingar og Þjóðjverjar jafnir. Þar sem liðin skildu jöfn í leiknum sín á milli yrði markatala látin ráða. Núll tap hjá þjóðverjum væri því óskandi af hálfu Hollendingar.
Svo nú er bara að bíða og sjá. Ég mun endurskoða spá mína að lokinni riðlakeppni. Sem stendur er enn sjens á öllu réttu nema að Ítalir og Danir þyrftu að svissa á sætum og þar með keppinautum í áttaliðaúrslitum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli