21. jún. 2004

ii er hafnfirska

jii veit ég ekki hvað er

jii, samviska mín þolir greinilega ekki helgarfrí. máski þarf ég svona afvötnun. get ekki bara tekið heila helgi kóld törkí. "Hvað ertu að tala um Hjörtur?". Júmm - ég gat ekki sofið alminniliga í nótt. Vaknaði korter í sex eftir hnökraðan svefn. Lá bara uppí rúmi og hugsaði um fúnksjónir sko. Held að þetta hafi verið fráhvarfseinkenni. Búinn að sitja mestmegnis í fjórtán daga samfleytt límdur við rigerðaskrif og tek mér svo bara helgarfrí upp úr þurru.

Onei - hljóp á fætur klukkan sex og hlammaði mér fyrir framan tölvuna. Svona eins og að fá sér smók eftir tveggja daga frí, smá svimi í fyrstu en svo bara NAUTN.

Með góðri hjálp rásar eitt og espressós - það er náttla bilun að sija uppréttur klukkan átta að morgni með súran maga eftir fjóra bolla af esspresso - vá - ég verð að passa mig - finn að ég er svona full ör eitthvað - anda inn anda út - hvernig er það - er ekki morgunleikfimi ennþá á rás eitt á morgnana. bíða eftir henni - þangað til - anda inn anda út

Engin ummæli: