Fyrir um tíu árum keypti ég mér diskinn Too High to Die með Meat Puppets. Hann átti ég í rúma viku þar til einhver stal honum af mér í partý. Nú fann ég stykkið í einni af betri hljómplötuverslunum í Amsterdam og hann hefur svona verið að snúast um sjálfan sig í græjunum mínun undanfarið. Og hvílík snilld!
Þess má geta að Nirvana gerðu þetta band líklega frægt á Unplugged tónleiknum sínum, þegar þeir spiluðu þrjú lög, Oh me, Lake of Fire og ... Plateau var það víst, með hjálp Cris og Curt Kirkwood, bræðranna í Meat Puppets. Að minnsta kosti er talið að Curt Kirkwood geti sest í helgan stein vegna stef-gjaldanna af Ungplugged. Tónlist Meat Puppest er þó harla ólík tónlist Nirvana, þó vissulega megi heyra áhrif Meat Puppets í sumum laga Kurt Cobains.
Nei, vildi bara svona deila þessu með ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli