23. jún. 2004

[Af EM]

Skandinavískt jafntefli! Eða: Skandinavískur sigur!

Jú, úrslitin í C-riðli voru svo sannarlega óvænt, en skemmtileg. Ítalir úti, lækkar í þeim rostann!

Danir mæta svo Tékkum, sem eru búnir að vinna D-riðil sama hvernig fer í kvöld. Spurningin er bara hvorir lenda á móti Svíum, Hollendingar eða Þjóðverjar. Ég held með Hollendingum í þessari keppni eins og öðrum stórmótum. Til að þeir komist áfram verða þeir að vinna Letta í kvöld og stóla á að Þjóðverjar vinni ekki Tékka. Jafntefli í þeim leik er reyndar nóg til að Þýskaland detti út, nái Hollendingar sigri á móti Lettum, sem fyrr segir. Einn annar möguleiki er fyrir Hollendinga en það er að þeir landi jafntefli en Þjóðverjar tapi. Þá verða Hollendingar og Þjóðverjar jafnir með tvö stig og þar sem þeir gerðu jafntefli á móti hvor öðrum yrði það markatala sem réði. Slíkt einvígi væri í vil Hollendinga sem hafa skorað þrjú mörk á móti einu marki Þjóðverja.

Ég vil engu spá um hvernig fer, nema ég spái sigri Hollendinga á móti Lettum, 2-1. Og svo vona ég bara að Þjóðverjinn tapi, enda töff fyrir Tékka að ná fullu húsi stiga.


Annars er blómleg tíð í vændum. Fékk verkefni á Íslandi í lok júlí. Kem væntanlega til landsins beint í kjölfar heimsóknar Lúllus og Lailus!!!

Engin ummæli: