25. jún. 2004

[enn af EM - sýnið þolinmæði aðeins nokkrir dagar eftir]

Váááá

Mesti töffarinn á EM til þessa er án efa portúgalski markvörðurinn Ricardo. Ekki nóg með að verja berhentur vítaspyrnuna frá Vassell heldur skoraði hann sjálfur úr krúsjal spyrnunni í kjölfarið.

Jú, þetta var leiðinlegur leikur framanaf. Varð fyrst spennandi á 84. mínútu. Og svona líka spennandi.

En ég spáði náttla rétt fyrir um úrslitin og Portúgalir komnir áfram, gegn Hollendingum spái ég. En í kvöld eru það Grikkir. Ég spáði Frökkum sigri. Hins vegar ætla ég að sjálfsögðu halda með Grikkjum í kvöld, bara til að stríða Frökkunum þremur hér í húsinu (og náttúrulega líka til að ganga í augun á Höru og Sofiu, grísku gyðjunum).

[EM umfjöllun lokið]

Annars rambaði ég á, fyrir algera tilviljun, þrjá íslenska góðvini mína á Kalvertstraat í gær. Þetta er nú ekki stór heimur. En nú er getraunin, hverjir voru Íslendingarnir þrír sem voru að spássera á Kalvertstraat í gær?

Engin ummæli: