Ný dönsk hljómar úr stereóinu og gamall danskur í glasi mér við hlið. Eða svoleiðis gæti það verið. Ég átti langt og innihaldsríkt samtal við Ingridi van Alphen í dag. Sú kona er leiðbeinandinn minn í mastersverkefninu. Hún tjáði mér, eftir að hafa lesið fyrstu drög að verkefninu að það væri fín vinna. "Fine work", eins og hún sagði, "Keep up the good work and hand in the final version in two weeks". Svo nú er bara að sitja við í tvær vikur og þá er maður kominn í sumarfrí og tja bara orðinn master (vonandi).
Annars spurði hún mig hvort fjölskyldan mín og vinir myndu ekki mæta í útskriftina mína, sem er eiginleg mastersvörn. Tja, sagði ég og klóraði mér í hausnum.
7. júlí ef einhver hefur áhuga! Þess má geta að ekki er dýrt að ferðast á milli Reykjavíkur og Amsterdam. Koma svo!
Ég æfði leiðina frá Prinsengracht og í skólann í dag. Leiðin er ekki löng, liggur suður Prinsengracht, fram hjá Anne Frank museum og Westerkerk (fyrir ykkur sem þekkið til) og svo beygt austur á Reestraat, Hartenstraat og Molenstraat, sem saman eru kallaðar Ninestreets. Svona kúl verslunargötur í hjarta miðbæjarins.
jæja ekki þýðir að þrugla - bezt að ritgerðast - ahhhh Ný dönsk heldur áfram að hljóma. Sá gamli búinn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli