23. jún. 2004

Ég veit ekki hvort það segir meir um aldur minn eða Þórdísar að ég man bara eftir örfáum hlutum af því sem hún telur upp og er þar boltaísinn eftstur á blaði en líka hermannaskór í vinnufatabúðinni, og jú líka sædýrasafnið og gamla Hressó (sem var einmitt fyrsti skemmtistaðurinn sem ég komst inn á, 15 ára gamall).

Hins vegar fór ég að rifja upp æsku og unglinsárin (sem reyndar er nú varla lokið) og þetta kom upp:



Tommaborgarar á Lækjartorgi
Ekkert sjónvarp á fimmtudögum (en aðra daga horfði ég á það svarthvítt)
Fyrsta útsending Rásar Tvö
Jón Gústafsson
Tónabíó
Glæsibær var ein af stærri verslunarmiðstöðvum landsins
Karnabær
Nýja Bíó var bíó
Tíkall var seðill
Bryndís Schram sá um Stundina okkar

jájá

Og svo nokkrir hlutir sem slæðast með en eru reyndar spánnýir en virðast ævafornir afþví að þeir eru svo yndislega hallærislegir:

Á tali hjá Hemma Gunn
Borgarkringlan
Stöð þrjú
HM í handbolda '95
Telnet-póstur hjá HÍ
Brjótum Ísinn - tónleikarinir í Kaplakrika
Utanlandsferðir nýttar til Levi's buxnakaupa

Engin ummæli: