12. jún. 2004

Sit hér og horfi á sjónvarpið með öðru en tölvuna með hinu. Ég er að lesa grein um you know, líklega síðasta greinin sem ég les um það í bili. við hlið mér situr ítalska stúlkan og horfir á sjónvarpið með báðum. Spánn er að spila við Rússland, en leikurinn er ekki skemmtilegur, staðan er enn núll núll.

En eftir tíu mínútur hefst myndin LÖMBIN ÞAGNA sem kallast á frummálinu SILENCIO DEL LAMBOS er það ekki?

Ég var leiðréttur rétt í þessu. Hún heitir SILENZIO DEGLI INNOCENTI! En ég var nálægt!!

Hvað um það - 11 dagar í skil. Ég skil!!

Engin ummæli: