Ég hef komist að því að það er alls ekki svo óhagnýtt að hafa íslenskumenntun.
Jú, hvað sagði ég: Hollendingar ná Svíum naumlega. Tæpara gat þetta ekki orðið. Það mátti varla á milli sjá hvorir voru betri í gær, Svíar eða Hollendingar. Hollendingar voru hins vegar langt frá sínu besta og munu ekki eiga séns á móti frísku liði Portúgala ef þeir halda þessu áfram.
Talandi um Portúgali. Hin portúgalska Sofia ætlar að elda salfisk í kvöld og mér er boðið, enda ekki óvinsæll. Ég þykist nokkuð viss um að saltfiskurinn sé íslenskur, keyptur frá Lissabon. Ég mun að minnsta kosta halda því fram í kvöld, það er ef fiskurinn er bragðgóður. Annars mun ég að sjálfsögðu vísa honum aftur til föðurhúsanna.
Leikurinn í kvöld: Tja, ég held með Tékklandi og langar alveg til að fá þá í úrslit.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli