29. jan. 2009

Merkilegur dómur

Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem Gaukur Úlfarsson er sýknaður af meiðyrðakæru Ómars R. Valdimarssonar. Gaukur mátti sum sé kalla Ómar rasista.

Grein áfrýjanda, sem málið varðar, var birt í miðli, sem var opinn án endurgjalds sérhverjum þeim, sem kaus að kynna sér hana. Fallast verður á með áfrýjanda að þessi skrif megi skoða sem lið í almennri umræðu um stjórnmál í aðdraganda alþingiskosninganna 2007. Stefndi tók þátt í þeirri umræðu á sama vettvangi, meðal annars með þeim greinum, sem birtust á vefsvæði hans og áður var lýst. Hann hefur ekki andmælt fyrrgreindum staðhæfingum áfrýjanda um þá andstæðu tauma, sem þeir drógu hvor fyrir sitt leyti í þessari umræðu


Með þessu sýnist mér fordæmi gefið fyrir því að uppnefna aðra bloggara, svo fremi að það séu hluti af umræðunni hverju sinni.

Þannig mætti ég kalla Björn Bjarnason fasistasvín, Ögmund Jónasson kommúnístadrullusokk og Sóleyju Tómasdóttur femínistakellíngu.

Eller hur?

28. jan. 2009

þetta lið

Rosalega eru Sjálfstæðismenn að misskilja punktinn. Það vildi enginn þessa ríkisstjórn. Þeir kenna Samfylkunni um að hafa viljandi slitið stjórnasamstarfinu. Að það hafi verið Samfylkingin sem guggnaði, stóð ekki í lappirnar, gafst upp. Eins og það hafi verið málið, að standa af sér mótmælin, reiðina, vantraustið, óvinsældirnar. Að hetjudáðin fælist í því að sitja sem fastast við völd, gegn allri skynsemi.

Undarlegt. Dæmi um þessa veruleikafyrringu sem liðið þar er haldið.