Rosalega eru Sjálfstæðismenn að misskilja punktinn. Það vildi enginn þessa ríkisstjórn. Þeir kenna Samfylkunni um að hafa viljandi slitið stjórnasamstarfinu. Að það hafi verið Samfylkingin sem guggnaði, stóð ekki í lappirnar, gafst upp. Eins og það hafi verið málið, að standa af sér mótmælin, reiðina, vantraustið, óvinsældirnar. Að hetjudáðin fælist í því að sitja sem fastast við völd, gegn allri skynsemi.
Undarlegt. Dæmi um þessa veruleikafyrringu sem liðið þar er haldið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli