24. nóv. 2008

Þetta er aumt

Mikið óskaplega er þetta aumt. Ég er að hlusta á umræður um vantrauststillöguna.

Þar kemur svo berlega í ljós hvað hver einn og einasti þingflokkanna er gjörsamlega ónýtur. Hversu þingheimur allur er rotinn að innan. Ekkert nýtt, engin umræða, engin tækifæri notuð til eins eða neins.

Sjálfstæðisflokkurinn sakar stjórnarandstöðuna fyrir lýðskrum og segir tillöguna aðför að lýðræðinu.
Samfylkingin skammar framsóknarflokkinn fyrir að vera ónýtur og hafa verið í ríkisstjórn á undan þeim.
Framsóknarflokkurinn sakar samfylkinguna um lýðskrum og að vera ekki gjörsamlega sammála sjálfstæðisflokknum.
Vinstri græn skamma samfylkinguna fyrir að vilja fara í evrópusambandið, vera í stjórn með sjálfstæðisflokknum og hafa viljað aðkomu alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Frjálslyndir tala um fiskveiðistjórnunarkerfið

Úff

2 ummæli:

Gulla sagði...

Frjálslyndir hafa nú löngum verið úr takti við umræðuna en þingmenn vg ættu að skoða nýjustu skoðanakannanir - þar sést að 63% kjósenda þeirra vilja ganga í esb. Stærstu mistökin eru að hafa ekki sótt um aðild og farið inn í byrjun 10. áratugarins eins og sumir ræddu um þá....við værum ekki þessari martröð núna ef það hefði gengið eftir!

Nafnlaus sagði...

Hej Hjössi,
tak for sidst. Det var drønhyggeligt. Vi glæder os, til du kommer forbi igen, men så må vi hellere tage på Kylby og drikke bajere med Janus og Peter. Hils Johanna mange gange.

Ellen, Margrethe, Louise & Christian