9. nóv. 2008

Að grýta

Það fer í taugarnar á mér þegar fólk tala um að grýta tómötum, eggjum, snjóboltum og öðrum hlutum. Sögnin að grýta merkir að kasta gjóti. Þannig var Alþingishúsið ekki grýtt í gær, né var eggjum grýtt í það. Grjót ku ekki hafa komið við sögu.

Hins vegar var kastað í það eggjum.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Málfræðipervert, haltu þig á mottunni.