9. nóv. 2008

Fjármálaeftirlitið

Mér hefur frá 6. október sl. þótt merkilegt hversu lítil áhersla hefur verið lögð á að skipt verði um stjórnendur í fjármálaeftirlitinu. Allir vilja Davíð burt úr seðlabankanum og Geir af forsætisráðherrastóli.

En hvað með þann aðila sem greinlega brást hlutverki sínu fullkomlega, fjármálaeftirlitið? Og hvað með stöðu viðskiptaráðherra? Hversu mikið vissi viðskiptaráðherra? Viðskiptaráðherra segist ekki hafa vitað um stöðu bankanna fyrr enn í lok ágúst. Forstjóri fjármálaeftirlitsins segist ekki hafa upplýst viðskiptaráðherra um stöðu Icesave. Hann segir að viðskiptaráðherra hefði þó átt að vera það ljóst. Það þykja mér einstaklega undarlegar ásakanir. Hvaða hlutverki á þá fjármálaeftirlit að gegna ef ekki að vera sá aðili sem upplýsir viðskiptaráðherra um slík málefni? Er það ekki einmitt það sem er hlutverk fjármálaeftirlitsins?

Það er deginum ljósara að fjármálaeftirlitið brást og auðvitað eiga stjórnendur þess að segja af sér. En neeeiii: Jónas Fr. Jónsson segist hafa starfað af heilindum og muni ekki segja af sér. Skiptir bara ekki jackshit kallinn minn. Heilindi eða ekki. Þú brást og þú átt að fara.

Og viðskiptaráðherra líka, sem yfirmaður bankamála og fjármálaeftirlitsins. Auðvitað. Ekki spurning.

Komum þessari kröfu líka á framfæri. Ekki bara afsögn seðlabankasjóra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra.

Bananalýðveldi

Engin ummæli: