Ég droppaði við dántán um daginn og kíkti í banka. Var í leit að íslenskum krónum.
Kerfið gekk eitthvað hægt og gjaldkerinn sagði stressaður:
Afsakaðu biðina, gamla fólkið fékk útborgað í dag.
Ekkert mál, sagði ég, mér liggur ekkert á. Ég á allt lífið framundan.
Gjaldkerinn laumaðist til að brosa.
Annars gekk leitin að íslenskum krónum. Enginn viðskiptabankanna fjögurra verslar með íslenskar krónur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli