7. nóv. 2008

Fíkniefnaakstur

Vísir, 03. okt. 2008 07:13
Grunaður um fíkniefnaakstur


Rakst á þetta um daginn. Samkvæmt mínum málskilningi ætti þarna að vera um akstur á fíknefnum að ræða. Þ.e. viðkomandi var grunaður um að keyra um bæinn með fíkniefni. Svo var þó ekki tilfellið. Hann var sum sé grunaður um að keyra um undir áhrifum fíkniefna. Þetta er eins og að nota orðið áfengisakstur en ekki ölvunarakstur.
En hvað er rétt að nota í staðinn: "Akstur undir áhrifum fíkniefna" er langt og óþjált. "Vímuakstur" á svo sem alveg eins við um ölvunarakstur.

Þetta sá ég svo í dag:

Vísir, 07. nóv. 2008 07:17
Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða

Snilld!

Samkvæmt þessu gæti maður talað um efnunarakstur. Kannski dálítið langsótt.

Á sænsku er ölvunarakstur kallaður "rattfylleri" sem þýða má sem "stýrisfyllerí".

Á svipuðum nótum:

Vísir, 26. sep. 2008 08:31
Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla

Hins vegar sér maður aldrei fyrirsagnir á borð við: "Barnaát aukið vandamál á vesturlöndum"

Engin ummæli: