21. nóv. 2008

Orð dagsins

sammála


Verkefni helgarinnar:

Björgvin:
Stokka upp í fjármálaeftirlitinu
Segja af sér

Árni:
Segja af sér

Geir:
Stokka upp í seðlabankanum

Sólrún:
Segja upp ríkisstjórnarsamstarfi og boða þjóðstjórn fram að kosningum á vordögum.

3 ummæli:

Króinn sagði...

ekki sammála með þjóðstjórnina. stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir sem einn sýnt það undanfarið að þeir eru þúsund sinnum verri en þó slæmir stjórnarflokkarnir og ég segi bara ,,guði sé loft að þeir komast ekki að stjórn í landin" því fá færi allt endanlega í kaldakol. ef einhver þeirra hefði boðið upp á trúverðug alternatív þá væri þetta kannski umhugsunarvert.

framsókn hneykslast á því að samfylkingarþingmenn séu með sjálfstæðan vilja og eru sjálfir rjúkandi rúst og vita ekkert hvert þeir stefna eða hvort flokkurinn yfir höfuð lifir af veturinn. þjóðin er fegin að vera laus við framsókn, þeir eru búnir að valda nógum skaða í íslensku samfélagi undanfarin ár þó að þeim sé ekki boðin ókeypis völd í einhverri þjóðstjórn, bara til að þeir fái að troða fleira af sínu fólki í áhrifastöður og skemma enn meira.

vinstri grænir hafa tekið upp gömlu, góðu stefnuna sína: ,,eitthvað annað!" þeir vilja ekki evru, ekki esb, ekki imf. hafa lagt það eitt til að steingrímur j. fari, umboðslaus, í leyniferð til noregs til að afla norsks láns, hafa gert sig að fíflum með tillögum um samnorræna krónu og vilja ekki hlusta á það að norðurlöndin ætli ekki að lána okkur án imf.

að öðru leyti hafa ekki komið neinar raunhæfar tillögur frá þeim um það hvernig við eigum að afla lánsfjár til íslands. jú, árni þór. hann vill fara laissez-faire-leiðina, harðari leið en jafnvel verstu nýfrjálshyggjumenn myndu þora að nefna opinberlega: sleppa því að taka erlend lán, ,,herða bara ólina" eins og ég held að hann orði það á síðunni sinni. árni þór er þá væntanlega að leggja til að við leyfum bara flestöllum fyrirtækjum landsins að fara á hausinn og síðan fjölskyldum í kjölfarið. jaðrar þetta ekki við það að vera mannfjandsamlegt? eða er þetta bara heimska?

hvaða af þessu hjá vg yrði til bóta í þjóðstjórn? ég sé ekkert í fljótu bragði en er opinn fyrir tillögum.

um frjálslynda þarf svo vart að ræða. ég hef fyrir löngu lýst því yfir að ríkisstjórn sem hefur innanborðs flokk sem flaggar viðhorfum í anda útlendingaandúðar, hún fær sjálfkrafa falleinkun hjá mér. þar má bæta við frámunalega óábyrgum tillögum frjálslyndra um viðbrögð gegn kreppunni sem aðallega felast í því að auka þorskkvótann, í trássi við meðmæli fræðimanna sem vara þá við enn frekara hruni.

hins vegar má alvega slíta þessu núna og boða til kosninga. hins vegar held ég að það væri í þjóðarhag að bíða með það framyfir landsfundi D og B í janúar. ég er samt hættur að styðja þessa stjórn, þó að hún sé illskárst. mér verður bumbult við að heyra af því að einu viðbrögð við stjórnarháttum isg á samfylkingarfundinum í dag hafi verið klapp út í eitt. engin gagnrýni, bara hallelúja!

Fjalsi sagði...

þú ert nú meiri röflarinn

fæ ekki betur séð, siggi, en að þú sért að segja að sjálfstæðisflokkurinn sé það eina sem blífur.

ég segi. frekar þjóðstjórn en sjálfstæðisflokkurinn í forsæti.

þú ert farinn að þrífast á því að hata vinstri græna. það er ekki hollt.

þjóðstjórn fram að kosningum er eini raunsæi kosturinn. núverandi stjórn er ónýt. þjóðstjórn er aldrei annað tímabundin lausn á vonlausu ástandi. það er það sem gildir nú.

Króinn sagði...

ósammála því að þjóðstjórn sé eini kosturinn. kosningar er eini kosturinn. svara þér annars mín megin.

vitleysa að ég þrífist á hatri í garð vg. bara bull. sé bara ekki að þeir hafi neitt uppbyggjandi fram að færa. eða getur þú bent á eitthvað? hvað annað en imf, esb og evra er raunhæft í stöðunni.

ég vil t.d. vg og sf. í samstarf og samvinnu strax í borginni. hatrið er nú ekki meira en það.

rétt er það samt: ég er óforbetranlegur röflari og ég ítreka afsökunarbeiðni mína vegna leiðinlegs komments.