31. mar. 2005

Wig Wam

Kemst bara ekki yfir hvað þetta er er flott lag hjá Norsurunum. Tékkaði á þessu og þetta er glamúrrokkbandið Wig Wam. Hér má fara túr um nýju plötuna þeirra.

En hvað er þetta. Áfram drengur. Áfram.

Bloc Party

Hmmm... ekki slæm tónlist... og bara nokkuð ritgerðasmíðavæn...

ég þarf að koma mér upp ritgerðasmíðapleylista

á honum mætti vera

Rolling Stones
Iggy Pop
Bloc Party
White Sripes

svo nokkur tveggja orða bönd séu nefnd

fleiri hugmyndir fyrir ritgerðasmíðabönd?

en áfram með ritgerð

og Bloc Party

jövla fínt

svo er það sellan í dag

Hej Noregur

Ókei, það er offissíal. Ég held með Noregi þetta ár. Ja, þetta kalla maður sko metal. Ha ha hæ!

Svo mun nú hjartað líka slá með henni SELMU OKKAR.

30. mar. 2005

Friends

ég skal ekki segja. ég er svo sem ekki orðinn leiður á friends. en mikið óskaplega eru þetta leiðinlegir karakterar. og þá sérstaklega rachel. hún er nú eiginlega bara tík. amk tíkarleg. gaman að þessum þáttum þó. og þeir KENNA MANNI svo margt.

annars fékk ég símreikning í dag. fjúff, það kostar sitt að reka síma hér í landi. 30 kall bara grunngjaldið, að vísu fyrir tvo mánuði. gvöð veit að ekki hringi ég mikið úr þessum síma, þó svona af og til. og ekki hringir neinn í mig. svo máski ég láti þá bara loka þessari línu. tilgagnslaust að henda þrjátiu kalli út um gluggann. bara svona til að hafa möguleikann á að einhver hringi í mann. tja!

annars er þetta annar dagurinn í röð sem það hlýnar með kvöldinu. Tveimur gráðum hlýrra nú klukkan hálf níu en það var í allan dag. sama var þetta í gær.ritgerðin. gengur hægt. ósköp hægt.

segjum þetta

Iggy Pop

Ekki alveg jafn gott ritgerðartónlistarstöff og Rolling Stones, en fjandi gott samt.

Rigerðin stutta um Battle of Algiers er í fullum undirbúningi, þó ekki sé mikið komið á blað enn sem komið er. 2000 eiga orðin að vera. Það ætti ekki að vera lengi gert. Hristi 10.000 orð fram úr erminni á tveimur dögum í december.

Rambaði í fornbókasölu sem ég reyndar kýs að kalla verslun sem selur notaðar bækur. Sumar hverjar eru langt frá því að vera fornar. Ég fór þar inn með það í huga að skella mér bók eftir Frantz Fanon, ef svo ólíklega vildi til slík leyndist í hillunum. Svo ólíklega vildi til, svo nú er ég stoltur eigandi Black Skin, White Masks - sú bók fjallar um Svarta Manninn. Ó já.

Annars er það barasta Berlín á morgun - fátt því til fyrirstöðu. Verð þar í íbúð skammt frá Alexanderplatz, sem er merkilegt því hér í Amsterdam bý ég í íbúð skammt frá Alexanderplein. Þetta verður svona eins og að flakka yfir í paralell júnivers! Ekki satt?

Ráðgert er að kippa með sér kokkteilhristara í rútuna og mixa mojiho á leiðinni. Þetta eru jú níu klukkustundir, sem er einmitt eins og dagvakt í Máli og menningu. Munurinn: þetta verður ekki í bókabúð og það verður midimm nótt. Annars ætti þetta að vera ósköp svipað: Mestmegnis túristar innanborðs og þar af hátt hlutfall af nískum Þjóðverjum.

28. mar. 2005

Titill

Amsterdam 294
Amsterdam 294,
originally uploaded by hjortur.
Með þessu nýja templeiti get ég nú sett inn titil á færslur. Eða titla á færslur. Öllu heldur.

Þarf að fara að vaska upp.

Annars er ég með svona gallerí heima hjá mér. Nýtt artwerk í hverri viku. Í þetta sinni er það listaverkið "Pétur".

Fínt ekki satt?

Amsterdam

Amsterdam 275
Amsterdam 275,
originally uploaded by hjortur.
Halló krakkar.

Bakið er að mýkjast upp - líklega hefur panodil power eitthvað með það að gera - ok kannski Hoegaarden Grand Cru bjórinn spili líka eitthvað inní.

Cat Power - Bright Eyes - Jack Johnson - Bonnie Prince Billy og Matt Sweeney hafa líka 'verið að gera góða hluti'.

Sem er fínt.

Annars ætlaði ég að senda tölvupóst en endaði hér.

Á líka eftir að fylla út skattskýrslu. Ekki svo að skilja að ég eigi nokkuð til að borga skatt af. Mest megnis að ég fái til baka vegna námslána.


Amsterdam

Amsterdam 275
Amsterdam 275,
originally uploaded by hjortur.
sadf

Amsterdam


Amsterdam 275
Originally uploaded by hjortur.
tyui
Ef ég væri að vinna einmitt nú þá væri ég að vinna brotnu baki. Einmitt vegna þess að bakið á mér er brotið. Eða amk aumt. Ég er sum sé með bakverk. Sem er ekki gott.

Annars er ósköp fátt að gerast. Maður er bara svona að reyna að hreinsa borðið fyrir Berlínarferðina miklu. Þekki ég annars einhvern í Berlín? Var ekki einhver búnki af fólki á leið til Berlínar. Hmmm?

Jæja, hvað um það.

Bless

24. mar. 2005

Landi minn Fischer var í fréttunum hér rétt í þessu, á undan fréttinni um stærsta páskaegg í heimi, sem einhver belgíski súkkulaðiframleiðandinn afhjúpaði í dag.

Það er ekkert lát á veðurblíðunni og fór hitinn upp í 20 gráður í dag, það er hlýjasti dagur ársins sem af er. En þetta er bara byrjunin. Að vísu eyddi ég lungann úr deginum innandyra. Á fimmtudögum er ég einmitt í skólanum í fimm klukkutima að ræða um transnasjónal medíaþeórí.

Nú er hinsvegar tvöfaldur Seinfeld. Á hvejum virkum degi sýnir Veronica Seinfeld á milli sjö og átta.

Seinni í kvöld fer ég svo á Pakhuis Wilhelmina að hlusta á Mono og Soda P. Það verður væntanlega fjör.

Á morgun hitti ég svo líklega mömmu hennar Jóhönnu. Það verður væntanlega fjör.

23. mar. 2005

quote:

"Fyrir þá sem búa í útlöndum og fyrir einhverja slysni eru skráðir í Samfylkinguna þá er hægt að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu (geri ekki ráð fyrir að neinn geti hugsað sér hinn kostinn) með því að senda tölvupóst á gerda@samfylking.is og tilkynna þátttöku sína og sjálfsagt láta heimilisfang fylgja með. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að "útlendingar" í Samfylkingunni fái að taka þátt. Senda svo afrit af tölvupóstinum á olafia@ingibjorgsolrun.is til þess að kosningamiðstöðin geti ýtt á eftir því að þátttökuseðill berist heim til manns til útlanda. Lokafrestur er held ég 15. apríl, þannig að drífa sig hérna.

Látið þessar upplýsingar endilega ganga."
eitthvad for nu templatid ad strida mjer ... en thetta er agaitt i bili

annars er madur bara a bokasafninu eins og brjalaidingur ... eitthvad ad lesa og svona ... vaknadi klukkan 7:55 og byrjadi daginn ... i sol og blidu bara

einmitt

22. mar. 2005

það er hrossataðsilmur í loftinu

sigurður hefur bannað mér að tjá mig um veðurfarið hér svo ég sleppi því

annars ákvað ég að nota veðurblíðuna (úps) til að rannsaka hér nánast nágrenni við Czaar Peterstraat. Hér skammt frá er nýtt hverfi - í námunda við Javaeyjuna hér útivið. Ég brunaði þangað og fann C1000 sem er svona súpermarkaður. Hræbillegur alveg hreint. Keypti þar pakka af Tuc, tvær dollur af túnfiski, ólívukrukku, hálfan annan lítra af appelsínudjús, hálfpott af mjólk, salthnetur, nestispoka, tvo banana, rauða papriku, dolluf af sardínum, hjólaljósaperur fjórar í pakka, lifrakæfu og fjóra pilsnerbjóra fyrir samtals 10 evrur og 75 cent. sem er fínt.

Svo hjólaði ég heim í þessar fjórar mínútur sem það tekur og nú er ég hér. Næst á dagskrá: ég set Bright Eyes í tækið og útbý mér brauðsneiðar þrjár, eina með sardínum, aðra með salami og sinnepi og þá þriðju með kæfu. Með þessu drekk ég pilsner bjór. Svo reyni ég að lagfæri rannsóknarverkefnisprópósalið sem ég ætla að vinna um Idol á Íslandi en máksi ég horfi á dvd-diskinn Greatest moments of Pop Idol Netherlands 2003 sem ég keypti í Blokker fyrir eina evru. Blokker er einmitt við hliðina á C1000

í öðrum fregnum, ósköp fátt.

21. mar. 2005

það er aldeilis veðurblíðan - mikið er maður fegin að hafa ræst sig klukkan átta í morgun og því búinn sitja við í sex klukkustundir og undirbúa proposal - þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara og sötra bjór í sólinni með fabien i vondelpark

vorið maður

annars er skemmst frá því að segja að mataveislan heppnaðist ó svo vel og fiskisúpan var dásemd ein ... ja hérna

19. mar. 2005

Nú skal dembt sér í eldamennsku - undir hljómum bright eyes sem ólipalli kynnti mér fyrir. Það er bara svo gaman að kynnast nýjum hljómum. Svo tekur Jens Lekman við á eftir honum. Hann er skemmtilegur. Jasso

En áfram með smjörið - eða á ég að segja ólífuolíuna
Dagurinn var tekinn nokkuð snemma. Í kvöld hefi ég ráðgert mataboð í tilefni þess að námslánin bárust mér. Því hélt á snemma á Dappermarkt sem er markaðurinn næsta nágrenni. Einmitt sá ódýrasti eða goedkopste í Amsterdam. Þar keypti ég kíló af fiski, átta pör af sokkum, kíló af kartöflum, tvær paprikur, tvöhundruð grömm af ólífum, gashellukveikjara, tuttugu batterí og sjampóbrúsa. Allt þetta fyrir um 20 kall. Sem kallast einmitt á hollensku goedkoop.

Í kvöld ætla ég sum sé að bjóða upp á fiskisúpuna hennar mömmu, eða að minnsta kosti eitthvað í líkingu við hana, því ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég mun aldrei ná fullkomnun móður minnar á fiskisúpugerðarsviðinu.

Svo keypti ég romm og lime og myntu og sódavatn sem þýðir fátt annað en: mojito í fordrykk!

Fisher málið er varla hneyksli, en ég leyfir mér að nota orðið asnaskapur um þetta uppátæki. Hvað í ósköpnum liggur á að fá þennan klikkhaus til Íslands og gera hann að íslenskum ríkisborgara? Ef málið er að stríða Bandaríkjamönnum þá hefði t.a.m. verið mun skemmtilegra að, tja styðja ekki stríðsrekstur þeirra, mála húsið á Laufásvegi 21 rautt eða senda Ólaf Ragnar í opinbera heimsókn í Hvíta Húsið.

Rugl!

16. mar. 2005

stoelgang er hollenskt orð og merkir hægðir - svona lærir maður af auglýsingum hér í landi.

loftið úti er mettað af vökva - raki kallast slíkt - þetta er svona eins baðherbergið hér mér að nýlokinni sturtuferð - jájá

annars er seinfeld að byrja í sjónvarpiu - kíki á það áður en ég fer svo að kyssa kærustuna

jájá
vorið kom í gær og í dag var ljóst að ekki væri tjaldað til einnar nætur.

Hann segir 19 gráður, mælirinn fyrir utan gluggann minn. Það er líka í samræmi við hitann úti. Ég t.a.m. svitnaði á leið minni heim. Sem er nýmæli.

14. mar. 2005

Á rúvpúnkturis stendur að 365 ljósvakar og prentmiðlar hafi boðið fréttamönnum útvarps störf. Getur það verið?

Annars hefi ég verið að hlusta á fréttaflutning á rúv vegna "stóra fréttastjóramálsins". Það er merkilegt að heyra vægastsagt hlutdrægan fréttaflutning fólks sem telur hafa verið brotið á sér og spurning hvað siðareglur segja um svoleiðis. Minnir dálítið á fréttaflutninginn í frönsku byltingunni - tja eða svona næstum.

Hvað um það - farinn á bókasafn

13. mar. 2005

amsterdam


amsterdam00462
Originally uploaded by johannak.
Andskoti er maður annars orðinn skeggjaður. N&uactue; held ég að tími sé kominn á að taka ákvörðun. Annaðhvort að halda skeggræktun áfram fram að baráttudegi verkalýðsins - ellegar raka þetta af mestmegnis í dag.
Margir átta sig ekki á hversu gríðarleg áhrif nærmyndin í kvikmyndum hafði á vestrænt samfélag og stjörnudýrkun.

Annars virðist vorið vera að stinga tánum innum gættina hér.

Sem er fínt.

Dagurinn verður nýttur til að lesa í bók eða jafnvel að lesa bókina Understanding Celebrity Eftir Graeme Turner.

Og hvur er munurinn að lesa í bók eða lesa bók?

Tja, hvað finnst ykkur

Sá annars Blow Up í gærkvöldi. Andskoti er hún mögnuð - skrítin - en mögnuð.

12. mar. 2005

Vegna millibilsástandsins sem skapast þegar vormisseri hefst og þar til niðurstöður vegna haustmisseris koma fram á ég nokkurnveginn engann pening eins og er. Þessi tíu cent (taktu eftir mummi) eru þau einu sem ég á. Þá þakkar maður fyrir að vera svona mikill bjórdrykkjumaður. Ég arkaði sum sé í Albert Heijn (Hagkaup) með tómar bjórflöskur og hafði 5,95 evrur upp úr krafsinu. Það dugði einmitt fyrir einni rauðvínsflösku, ruccola saladi, fimm rauðlaukum og pakka af ólívum - sem sagt: herramannsmáltið handa okkur ástfangna parinu i kvöld (fyrir átti ég feta ost, papriku og túnfisk).

Það er munur að geta keypt sér ágætis rauðvín fyri 2,49.

11. mar. 2005

Það er föstudagur. Jóhanna spurði mig hvort föstudagur þýði partýdagur á íslensku. Föstu eins og fest í sænsku sko. Ég sagði bara já ástin mín og kyssti hana á ennið.

Í kvöld er partý hjá henni - sem er fjör

Haukur í bænum og í þetta sinni er hann maður eigi einsamall - sem er fínt

bless

9. mar. 2005

hressó 003


hressó 003
Originally uploaded by hjortur.
Sumir dagar eru fagrir og svo og er þessi. Níundi mars. Í dag vaknaði ég glaður klukkan 7:30 og horfði á kærustuna mína sofa í nokkrar mínútur áður en ég vakti hana með kossum og ástarorðum í eyra. Níundi mars byrjar vel. Kærastan hellti upp á kaffi meðan ég spilaði og söng fyrir hana Adam Sandler söngva. Sumir dagar eru góðir dagar. Í dag sendi ég LÍN loks námsárangur sem þýðir að ég fær lánin greidd út í vikunni. Í dag er góður dagur. John Denver syngur um sveitaveginn sem færir hann heim og Jóhanna teiknar í bók. Hún er listakona. Í dag er góður dagur, en hann er ekki minn. Dagurinn í dag er dagurinn hennar Tintin. Hún er listakona. Hún er konan með svarta hárið og helíumröddina og vinnur í bókabúð. Tintin er vinkona mín og hún á afmæli í dag.

Til lukku með daginn Tintin, I love you so, I find you crazy!

8. mar. 2005

5. mar. 2005

Amsterdam


Amsterdam 365
Originally uploaded by hjortur.
Snjórinn blívur. Jú víst. Já það er bra. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri en tramminn er kominn á skrið. Meiri kjánarnir þessi hollendingar. Dylan að raula á geisladisk og Jóhanna talar í síman á sænsku. Jú, sjáið til fjölskyldan hennar og vinir hringja af og til í hana svona til að heyra í henni hljóðið. Síminn minn þegir mestmegnis. Eru innihald og útopnun samkvæmt orðanna hljóðan ekki andstæður. Opna út og halda inni. Er þá ekki eðlilegt að segja að blogg sem þetta sé innihaldslaus útopnun. Hvað sem öllu líður er það svo.

Í kvöld er það fjölskyldkan á Bossastræti. Hlakka til. En fyrst. Stefnumót við Nadiu við reðurtáknið á stíflunni. Hún er með bók sem ég lánai henni.

4. mar. 2005

Hér er ennþá snjór. Sem er gott. Hollendingar vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera þegar snjóar svona mikið. Allar samgönguáætlanir fara í hnút og fólk starir á þessa hvítu skafla með vantrú. Þúsundir manna safnast saman út á götum og taka myndir. Þar er ég enginn eftirbátur. Onei.

Annars er maður bara í fínu tjútti. Kominn mars og maður er svona að bíða eftir að Háskólinn drullist til að skila einkunnum svo maður hafi hér einhvern pening til að borga rentu.

2. mar. 2005

SNJÓR!!

Hér snjóar - og það sem meira er - hann festir

Já - hjér er allt á kafi í snjó - kannski ekki á kafi í íslenskum skilningi - en ungvu síður er öklahátt snjólag á götum úti - sem verður að teljast met - amk svo lengi sem ég man - sem eru um það bil 19 mánuðir

ég einmitt var að kvarta undan snjóleysinu við leiðbeinandann minn í gær, hollenskan, og sagði að snjórinn hér væri nú ekkert spes fyrst hann gæti ekki fest. Hann horfði á mig skilningslausum augum og hélt áfram að tala um mikilvægi tónlistarmyndbanda fyrir kúltúral sittisensjipp.

Annars gerir mbl.is gloríur um þessar mundir, dæmi:

30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á konu sem lést

Annars skil ég ekki orðalagið í þessari frétt, sem líklega er tekið út dómsúrskurði. Særa blygðunarsemi - þetta er bara ofbeldi og hótanir -

1. mar. 2005

Amsterdam 207


Amsterdam 207
Originally uploaded by hjortur.
Gulli hafði rétt fyrir sér. Þegar ég kom heim hugaði ég stax að gildrunum. Jú, þar var hún komin, og alls ekki svo ljóslifandi heldur steindauð, músin sem áður hafði strokið mér um lærið. Ég verð að viðurkenna að það var með nokkuð bitinni samvisku að ég tæmdi gildruna. Nú er að sjá hvort fleiri mýs séu hér á ferli þegar ég sé ekki til. Máski ég ætti að finna mér mannúðlegri músaveiðigræju. Hér fást bara drápstól. O jæja.
Mús hefur verið séð með eigin augum. Pínulítil og barasta doldið sæt skaust hún á milli veggja jér nokkrum sinnum í gær. En hún hætti að vera svo sæt þegar hún skaust undir sæng hjá okkur Jóhönnu hvar við sátum fáklædd og horfðum á vídeó, insomnia með Al Pacino, ágætis ræma svosem en ekkert spes.

Nei, sagði ég við sjálfan mig, nú gríp ég til minna ráða og næsta dag í gær fór ég í Blokker og fjárfesti í músagildrum, tveimur fyrir 1,99, goedkoop semsagt.

Nú er ég búinn að maka brauðmola í Nutella og bíð bara eftir fyrsta fórnarlambinu.

Farinn í skólann að viðurkenna fyrir prófessornum að ég er ekki búinn með verkefnið sem lagt var fyrir daginn

blessuð