Landi minn Fischer var í fréttunum hér rétt í þessu, á undan fréttinni um stærsta páskaegg í heimi, sem einhver belgíski súkkulaðiframleiðandinn afhjúpaði í dag.
Það er ekkert lát á veðurblíðunni og fór hitinn upp í 20 gráður í dag, það er hlýjasti dagur ársins sem af er. En þetta er bara byrjunin. Að vísu eyddi ég lungann úr deginum innandyra. Á fimmtudögum er ég einmitt í skólanum í fimm klukkutima að ræða um transnasjónal medíaþeórí.
Nú er hinsvegar tvöfaldur Seinfeld. Á hvejum virkum degi sýnir Veronica Seinfeld á milli sjö og átta.
Seinni í kvöld fer ég svo á Pakhuis Wilhelmina að hlusta á Mono og Soda P. Það verður væntanlega fjör.
Á morgun hitti ég svo líklega mömmu hennar Jóhönnu. Það verður væntanlega fjör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli