Sumir dagar eru fagrir og svo og er þessi. Níundi mars. Í dag vaknaði ég glaður klukkan 7:30 og horfði á kærustuna mína sofa í nokkrar mínútur áður en ég vakti hana með kossum og ástarorðum í eyra. Níundi mars byrjar vel. Kærastan hellti upp á kaffi meðan ég spilaði og söng fyrir hana Adam Sandler söngva. Sumir dagar eru góðir dagar. Í dag sendi ég LÍN loks námsárangur sem þýðir að ég fær lánin greidd út í vikunni. Í dag er góður dagur. John Denver syngur um sveitaveginn sem færir hann heim og Jóhanna teiknar í bók. Hún er listakona. Í dag er góður dagur, en hann er ekki minn. Dagurinn í dag er dagurinn hennar Tintin. Hún er listakona. Hún er konan með svarta hárið og helíumröddina og vinnur í bókabúð. Tintin er vinkona mín og hún á afmæli í dag.
Til lukku með daginn Tintin, I love you so, I find you crazy!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli