Dagurinn var tekinn nokkuð snemma. Í kvöld hefi ég ráðgert mataboð í tilefni þess að námslánin bárust mér. Því hélt á snemma á Dappermarkt sem er markaðurinn næsta nágrenni. Einmitt sá ódýrasti eða goedkopste í Amsterdam. Þar keypti ég kíló af fiski, átta pör af sokkum, kíló af kartöflum, tvær paprikur, tvöhundruð grömm af ólífum, gashellukveikjara, tuttugu batterí og sjampóbrúsa. Allt þetta fyrir um 20 kall. Sem kallast einmitt á hollensku goedkoop.
Í kvöld ætla ég sum sé að bjóða upp á fiskisúpuna hennar mömmu, eða að minnsta kosti eitthvað í líkingu við hana, því ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég mun aldrei ná fullkomnun móður minnar á fiskisúpugerðarsviðinu.
Svo keypti ég romm og lime og myntu og sódavatn sem þýðir fátt annað en: mojito í fordrykk!
Fisher málið er varla hneyksli, en ég leyfir mér að nota orðið asnaskapur um þetta uppátæki. Hvað í ósköpnum liggur á að fá þennan klikkhaus til Íslands og gera hann að íslenskum ríkisborgara? Ef málið er að stríða Bandaríkjamönnum þá hefði t.a.m. verið mun skemmtilegra að, tja styðja ekki stríðsrekstur þeirra, mála húsið á Laufásvegi 21 rautt eða senda Ólaf Ragnar í opinbera heimsókn í Hvíta Húsið.
Rugl!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli