Vegna millibilsástandsins sem skapast þegar vormisseri hefst og þar til niðurstöður vegna haustmisseris koma fram á ég nokkurnveginn engann pening eins og er. Þessi tíu cent (taktu eftir mummi) eru þau einu sem ég á. Þá þakkar maður fyrir að vera svona mikill bjórdrykkjumaður. Ég arkaði sum sé í Albert Heijn (Hagkaup) með tómar bjórflöskur og hafði 5,95 evrur upp úr krafsinu. Það dugði einmitt fyrir einni rauðvínsflösku, ruccola saladi, fimm rauðlaukum og pakka af ólívum - sem sagt: herramannsmáltið handa okkur ástfangna parinu i kvöld (fyrir átti ég feta ost, papriku og túnfisk).
Það er munur að geta keypt sér ágætis rauðvín fyri 2,49.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli