það er hrossataðsilmur í loftinu
sigurður hefur bannað mér að tjá mig um veðurfarið hér svo ég sleppi því
annars ákvað ég að nota veðurblíðuna (úps) til að rannsaka hér nánast nágrenni við Czaar Peterstraat. Hér skammt frá er nýtt hverfi - í námunda við Javaeyjuna hér útivið. Ég brunaði þangað og fann C1000 sem er svona súpermarkaður. Hræbillegur alveg hreint. Keypti þar pakka af Tuc, tvær dollur af túnfiski, ólívukrukku, hálfan annan lítra af appelsínudjús, hálfpott af mjólk, salthnetur, nestispoka, tvo banana, rauða papriku, dolluf af sardínum, hjólaljósaperur fjórar í pakka, lifrakæfu og fjóra pilsnerbjóra fyrir samtals 10 evrur og 75 cent. sem er fínt.
Svo hjólaði ég heim í þessar fjórar mínútur sem það tekur og nú er ég hér. Næst á dagskrá: ég set Bright Eyes í tækið og útbý mér brauðsneiðar þrjár, eina með sardínum, aðra með salami og sinnepi og þá þriðju með kæfu. Með þessu drekk ég pilsner bjór. Svo reyni ég að lagfæri rannsóknarverkefnisprópósalið sem ég ætla að vinna um Idol á Íslandi en máksi ég horfi á dvd-diskinn Greatest moments of Pop Idol Netherlands 2003 sem ég keypti í Blokker fyrir eina evru. Blokker er einmitt við hliðina á C1000
í öðrum fregnum, ósköp fátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli