Hér er ennþá snjór. Sem er gott. Hollendingar vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera þegar snjóar svona mikið. Allar samgönguáætlanir fara í hnút og fólk starir á þessa hvítu skafla með vantrú. Þúsundir manna safnast saman út á götum og taka myndir. Þar er ég enginn eftirbátur. Onei.
Annars er maður bara í fínu tjútti. Kominn mars og maður er svona að bíða eftir að Háskólinn drullist til að skila einkunnum svo maður hafi hér einhvern pening til að borga rentu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli