Ekki alveg jafn gott ritgerðartónlistarstöff og Rolling Stones, en fjandi gott samt.
Rigerðin stutta um Battle of Algiers er í fullum undirbúningi, þó ekki sé mikið komið á blað enn sem komið er. 2000 eiga orðin að vera. Það ætti ekki að vera lengi gert. Hristi 10.000 orð fram úr erminni á tveimur dögum í december.
Rambaði í fornbókasölu sem ég reyndar kýs að kalla verslun sem selur notaðar bækur. Sumar hverjar eru langt frá því að vera fornar. Ég fór þar inn með það í huga að skella mér bók eftir Frantz Fanon, ef svo ólíklega vildi til slík leyndist í hillunum. Svo ólíklega vildi til, svo nú er ég stoltur eigandi Black Skin, White Masks - sú bók fjallar um Svarta Manninn. Ó já.
Annars er það barasta Berlín á morgun - fátt því til fyrirstöðu. Verð þar í íbúð skammt frá Alexanderplatz, sem er merkilegt því hér í Amsterdam bý ég í íbúð skammt frá Alexanderplein. Þetta verður svona eins og að flakka yfir í paralell júnivers! Ekki satt?
Ráðgert er að kippa með sér kokkteilhristara í rútuna og mixa mojiho á leiðinni. Þetta eru jú níu klukkustundir, sem er einmitt eins og dagvakt í Máli og menningu. Munurinn: þetta verður ekki í bókabúð og það verður midimm nótt. Annars ætti þetta að vera ósköp svipað: Mestmegnis túristar innanborðs og þar af hátt hlutfall af nískum Þjóðverjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli