1. mar. 2005

Mús hefur verið séð með eigin augum. Pínulítil og barasta doldið sæt skaust hún á milli veggja jér nokkrum sinnum í gær. En hún hætti að vera svo sæt þegar hún skaust undir sæng hjá okkur Jóhönnu hvar við sátum fáklædd og horfðum á vídeó, insomnia með Al Pacino, ágætis ræma svosem en ekkert spes.

Nei, sagði ég við sjálfan mig, nú gríp ég til minna ráða og næsta dag í gær fór ég í Blokker og fjárfesti í músagildrum, tveimur fyrir 1,99, goedkoop semsagt.

Nú er ég búinn að maka brauðmola í Nutella og bíð bara eftir fyrsta fórnarlambinu.

Farinn í skólann að viðurkenna fyrir prófessornum að ég er ekki búinn með verkefnið sem lagt var fyrir daginn

blessuð

Engin ummæli: