Laugardagur - og íbúðin hefur verið lauguð. Hér ilmar allt af hreinlæti og ég er bara nokkuð ánægður með mig. Segir líka ekki einhversstaðar: Hress sál í hreinni íbúð?
Annars uppgötvaði ég að í íbúðinni voru gestir á meðan við Jóhanna vorum í Lóna. Segir ekki einhverssataðar: Þegar Hjörtur er að heiman fara mýsnar á stjá? Jú, í hornum tveimur og uppí hillu sá ég músaskít sem ekki og þegar ég fór á fætur í morgun var smálortur meir að segja á borðstofuborðinu sem merkir aðeins eitt: Þar hefur verið mús á ferð í nótt. Á meðan við Jóhanna sváfum á okkar grænu eyrum. Svo nú er tímabært að fjárfesta í músagildrum. Þar til það hefur verið gert verð ég að skilja Titanic in Pan flutes diskinn eftir í gangi í græjunum á meðan ég er ekki heima. Það ætti að halda þeim í burtu, músunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli